Stóri strákurinn keppir í íshokký.

Jæja þá er komið að þeim stóra, honum Veigari sem æfir og keppir í íshokký með Skautafélagi Akureyrar. Hann er markmaður þessi elska og er bara orðinn nokkuð stór og fullorðinn enda verður hann 16 ára í næsta mánuði. Þessar myndir voru teknar á laugardaginn síðasta í leik gegn Birninum frá Reykjavík.

skautar1skautar2skautar3skautar4


Litli skátinn fer í útilegu....

Það mætti stundum ætla að ég ætti bara litla stelpuskottið... hún fær allavega dálítið mikið pláss hérna á blogginu og reyndar heima líka. En við Nonni eigum líka tvo stóra og duglega stráka og nú er komið að myndasyrpu af Jóni Ólafi á leið í útilegu um síðustu helgi.

skati1

skati2

skati3

skati4


Öskudagur

Fyrir ömmur og afa og fjærstaddar frænkur koma hérna myndir af sætasta stubbnum á Akureyri og Rasakka nokkrum sem passar að ekki sjáist í andlitið á honum.

stubur2stubbur1

rasakkirasakki1


Reið og glöð.....

Ég er nú að mestu glöð þessa dagana, kláraði loksins peysu sem ég var að prjóna á Ebbu um helgina, fór á hokkíleik og hef það bara svona almennt frekar gott. Mig langar til þess að finna mér tíma og orku til þess að sauma eitthvað skemmtilegt en það er nú bara svoleiðis að ég krassa ansi oft fyrir framan sjónvarpið á kvöldin..... en sá þó ekki júrovision á laugardaginn. Við hjónin gleymdum okkur við að baða og dúllast og koma dótturinni í svefnin og þegar við komum aftur upp var verið að telja í kosningu. Jonni hvarf inn í herbergi af ótta við að við myndum horfa á júró... hann á erfitt með svona tónlist, erfiðara en foreldrarnir sem eru að sjóast. Veigar var að keppa í íshokký og ég fór þangað. Nonni var bara sáttur við úrslitin sem hann sá, "falleg stelpa sem syngur ágætlega" var dómurinn hjá bóndanum. Ég held að ég sé bara sammála. lögin voru eins og við var að búast............... frekar leiðinlegt froðupopp en Jóhanna er glæsileg og kemur örugglega vel frá þessu.

Stelpuskottinu á þessu heimili finnst nú ekki alltaf gaman að gera eins og mamma segir og sýndi mér hvernig hún er þegar hún er annarsvegar REIÐ og hinsvegar GLÖÐ, hérna koma þær myndir.

reið  REIÐ

glod GLÖÐ

 Þá er það á hreinu og hollast fyrir mömmu að taka mark á dömunni... eða hvað? Smile


Kominn heim í kuldann.

Rosalega var gott að koma heim á laugardaginn eftir velheppnaða ferð suður yfir heiðar. Það var yndislegt að hitta fjölskyldu og vini við jarðarförina hennar Öllu ömmu. Sveitin skartaði sínu fegursta, heiðskýrt en rosalega kalt þegar sú gamla var lögð til hinstu hvílu við hliðina á Jónasi. Ég gisti í tvær nætur hjá Sigga og Ásdísi og náði að slappa rosalega vel af, ótrúlega gott að hitta þau og slaka á hjá þeim heiðurshjónum. Strákarnir mínir komu svo til Reykjavíkur á fimmtudag og við áttum saman tæpa tvo sólarhringa. Veigar fór til ofnæmislæknis og fékk góða skoðun og Jón Ólafur var nú aðallega í því að sjá um að ég keypti ekki neitt því hann bara leggst niður af leiðindum inni í búðum (nema tölvu- og dótabúðum) Grin Við notuðum samt tímann til þess að hitta Orra stóra bróður og borða með honum, skoða svona eitt og annað og svo fékk Jonni að gista hjá Haraldi vini sínum. Veigar var svo fullur af kvefi að hann var nú bara rólegur með mömmu sinni, sofnaði í bílnum á meðan ég fór í Misty og keypti nærföt en tók virkan þátt í að velja kjól á Ebbu í marimekko. Alltaf að hugsa um litlu systur. En það er greinilegt hvor drengurinn er líkari mömmu sinni og hver er eins og pabbi. En hvað um það þá var nú ekki mikið verslað, enda kreppa og allt það en það er alltaf gaman að rölta um í miðbænum og skoða eitt og annað. Við gistum hjá Hildi og Lalla og það var bara næs eins og alltaf.

Takk fyrir okkur kæru vinir og ættingjar.InLove Það var svo vel tekið á móti okkur hjá þeim Nonna og Ebbu þegar við komum heim. Ég held að þau hafi saknað okkar smá.


Frost

Það er víst 14 stiga frost hérna á opinberum mæli............ brrrrrrrrrrrrr. Ég er að gera mig klára til að halda suður yfir heiðar í jarðarför. Strákarnir koma svo á fimmtudaginn og við keyrum saman heim á laugardag. Ebba litla ætlar að vera heima hjá pabba sínum á meðan. Þau eru bæði full af kvefi og geta þá í versta falli legið saman í bælinu.Woundering

Ég blogga þá ekki meira fyrr en eftir helgina næstu. Hafið það gott þangað til.


Alla amma látinn.

Alla amma mín dó í fyrradag. Ég ætla bara að setja eina mynd af henni með Ebbu mína hérna inn. Friður sé með þér amma mín.

amma


Stórar stelpur ganga í brókum.....

Já stórar stelpur eru ekki alltaf í samfellum.... þó þær séu þá með bleyju. Ebba er nú svo heppinn að Kiddý amma hennar skilur þetta og sendi henni brók og bol.... Það var frekar erfitt að fá að setja einhver föt yfir þennan flotta galla..Tounge Takk amma!!!

brok1

og svo var sýnt hvað maður hleypur hratt í svona súperfötum....

brok2


Þjóðmál eða krúttfærslur.

Ég hef ekki bloggað mikið um þjóðmálin á þessari síðu. Ég fæ ágætis útrás á kaffistofunni og víða annarsstaðar um þau mál og hef svo sannarlega skoðanir. Ég hef látið beittari pennum en mér eftir að skrifa um þessi mál og les blogg eins og hennar Ásthildar Cesil mér til mikillar ánægju og er oftast sammála henni. Svo læt ég bara inn svona krúttfærslur......(stolið orð frá Ásthildi).Tounge..bara svona til þess að frænkur, ömmur og fleiri geti fylgst með ungunum.

Núna er ég dálítið kvíðinn, úlfarnir eru allir að kaupa sér sauðagærur og jarma hver í kapp við annan, allir eru búnir að vera svo góðir og enginn skilur af hverju einhverjir eru að gagnrýna þá, það eru alltaf hinir sem eru vondir...............ef einhverjir eru í vafa þá er ég að tala um stjórnmálamenn á Íslandi. Það virðist enn enginn bera neina ábyrgð og allir eru bara að hugsa um rass.....ð á sjálfum sér...... næ ég kjöri næst eða..................Frown

Vakniði nú og hugsiði um hag fólksins í landinu á undan flokkshagsmunum.... bara svona einu sinni.Angry


Begga dúkka!!!

januar08 006

Þetta eru þær Ebba og Begga, Ebba fékk Beggu að láni á Ísafirði í haust og er stórhrifinn af þessari vinkonu sinni, Begga var í kjólgopa sem var orðinn skítugur mjög en Ebba Þórunn harðneitaði að leyfa mér að klæða hana í nokkra aðra flík. Svo var það núna um daginn að ég var að taka til og dró fram kjól sem Sigga frænka gaf Ebbu nýfæddri og hann passar svona fínt og það sem meira er, ungfrúin er svona glöð með hann líka...... Strákarnir eru nú efins um að systir þeirra hafi verið alveg svona lítil.....

begga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband