Reið og glöð.....

Ég er nú að mestu glöð þessa dagana, kláraði loksins peysu sem ég var að prjóna á Ebbu um helgina, fór á hokkíleik og hef það bara svona almennt frekar gott. Mig langar til þess að finna mér tíma og orku til þess að sauma eitthvað skemmtilegt en það er nú bara svoleiðis að ég krassa ansi oft fyrir framan sjónvarpið á kvöldin..... en sá þó ekki júrovision á laugardaginn. Við hjónin gleymdum okkur við að baða og dúllast og koma dótturinni í svefnin og þegar við komum aftur upp var verið að telja í kosningu. Jonni hvarf inn í herbergi af ótta við að við myndum horfa á júró... hann á erfitt með svona tónlist, erfiðara en foreldrarnir sem eru að sjóast. Veigar var að keppa í íshokký og ég fór þangað. Nonni var bara sáttur við úrslitin sem hann sá, "falleg stelpa sem syngur ágætlega" var dómurinn hjá bóndanum. Ég held að ég sé bara sammála. lögin voru eins og við var að búast............... frekar leiðinlegt froðupopp en Jóhanna er glæsileg og kemur örugglega vel frá þessu.

Stelpuskottinu á þessu heimili finnst nú ekki alltaf gaman að gera eins og mamma segir og sýndi mér hvernig hún er þegar hún er annarsvegar REIÐ og hinsvegar GLÖÐ, hérna koma þær myndir.

reið  REIÐ

glod GLÖÐ

 Þá er það á hreinu og hollast fyrir mömmu að taka mark á dömunni... eða hvað? Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún dóttir þín er svo sæt að hún er hreinlega æt. Og skemmtilegur karakter.

Kannski ég taki þig til fyrirmyndar og reyni að skella inn eins og einu bloggi við tækifæri, hver veit, ég gæti komið á óvar.

Hafðu það gott knúsin mín.

Ásdís (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband