Bíó og daglegt amstur!

Ég fór í bíó í gær og sá Sólskinsstrákinn, afar athyglisverð mynd og það væri gaman að sjá Kela aftur eftir 10 ár. Myndin gefur von um betri framtíð fyrir einhverf börn og er ekki einmitt nauðsynlegt að finna von þessa síðustu daga. Ég er annars bara að sinna daglegu amstri, vinnu, börnum, heimili og sjálfri mér. Um næstu helgi stendur til að fara á þorrablót með vinahópnum hans Nonna úr Suðurbyggðinni og á árshátíð í skóla strákanna. Ég setti inn myndir í nýtt albúm, það er svona bland frá áramótunum og úr Hrísey.


Blöðrudýr eru þæg og góð!!!

Jonni er þreyttur á móður sinni sem nennir ekki að eiga hund. Hann fékk blöðrur um daginn og er orðinn lunkinn við að búa til púðluhunda sem hvorki gelta né þurfa mat og svo fær Ebba að leika sér með þær blöðrur sem ekki heppnast eins og hann vill og er bara mjög ánægð með það, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

 blaðra


Komin aftur í gírinn!

Jæja þá er maður að komast í gírinn eftir marga góða daga í Hrísey þar sem ekki var kveikt á tölvu, útvarpi eða sjónvarpi (nema strákarnir gláptu) Við hjónin hlustuðum á tónlist, fórum í langa góða göngutúra með stelpuskottið, lásum bækur og borðuðum góðan mat. Veðrið var dásamlegt og útsýnið yfir fjallahringinn mannbætandi. Ég heyrði reyndar af árás "hryðjuverkamanna" á kryddsíldina og gat ekki annað en glott yfir viðbrögðunum. Ekki það að skemmdarverk séu af hinu góða en viðbrögð manna hjá Stöð 2 voru yfirdrifin. Það er nú mín reynsla að fjölmiðlafólk er rosalega viðkvæmur hópur og tekur því afar illa ef á þá er ráðist en fylgist spennt með ef það fær að vera áhorfendur = mótmælendur/glæpamenn er oft sama fólkið það fer bara eftir því hver talar.


Gleðilegt ár

Gleðilegt ár öll saman. Við erum komin heim úr frábæru fríi í Hrísey. Blogga meira um það seinna en núna bara tvær myndir inn fyrir Önnu frænku sem er svona flínk að prjóna.

ný myndavél2 309

Fínar stelpur í jólaboði hjá ömmu.

ný myndavél2 317

Svona fín í kjólnum frá Önnu, stillir sér upp hjá jólatrénu hans afa.


Gleðileg Jól

Jæja ég sé nú ekki fram á að blogga mikið meira fyrir jól. Allir á heimilinu eru orðnir hressir og tilbúnir í jólin. Mamman endaði að sjálfsögðu í pestinni líka en var fljót að hrista hana af sér. Nú er Nonni líka komin í frí og við ætlum að njóta þess að jólast á morgun og borða skötu, skreyta húsið almennilega og kaupa gjafir fyrir krakkana. Steikin er komin í ísskápinn og þá geta jólin bara komið.  Nonni fer svo ekki aftur að vinna fyrr en eftir áramót svo fjölskyldan á tvær góðan vikur framundan.

Bestu jólakveðjur til allra sem kíkja hingað inn


Krakkar á aðventu

Ég er löt að blogga núna. Á heimið hefur herjað magapest og allir svolítið slæptir en þetta verður líklega búið fyrir jól svo það er nú gott. Nú koma bara nokkrar myndir af litlu stelpunni sem er svo heppin að eiga stóra bræður sem eru duglegir að sinna henni.

 sleði

Á sleða með Jonna í Hrísey.

 

veigarog ebba

Veigar að gefa Ebbu vöfflur.


Það eru víst að koma jól.

Núna líður timinn allt of hratt, ég er nú þannig gerð að helst þyrfti ég að leggja mig á daginn á þessum árstíma..... en ég leyfi mér það bara stundum. Litla stubba lagðist í gubbu Frown ekki mín sterka hlið, en hún er hraust og þetta gekk fljótt yfir. Svo er það nú þannig að mínir nemendur eru mjög viðkvæmir fyrir öllu áreyti, allavega flestir og þessi tími svona rétt fyrir jól fer illa í þá marga. Allir hlakka mikið til og höndla það misvel, skapsveiflur eru meiri en venjulega og ég finn að ég skil þau svo vel og mig langar stundum bara til að skæla út af smámunum líka. En það gengur víst ekki (nema þegar heim er komið Tounge). Nú er kennslan búin fyrir jól og í næstu viku þarf að undirbúa vorönnina áður en ég kemst í frí þann 19. des.

Ég er annars róleg í jólastússi, ætla að koma bréfum til útlanda frá mér um helgina og ræða það við mína menn hvort við eigum að baka eitthvað. Svo kemur þetta alltaf í rólegheitum, stundum erum við ofurdugleg og stundum gerum við lítið meira en nokkrar seríur í glugga. EN alltaf koma jólin í þessu húsi með góðum mat og góðu víni. Og ég velti fyrir mér hvort ég er að fagna sólinni eða frelsaranum og er helst á því að skipti engu máli, sólin er jú sannkallaður frelsari, húsmóðirin þarf minna að sofa, lundin léttist og allt verður auðveldara.

Eigiði góða aðventu öll sem kíkið hingað inn.


Jólakjóllinn

Anna systir var að prjóna kjól á frænku sína, Ebba mátaði að sjálfsögðu kjólinn og önnur ný föt sem hún fékk fyrir vestan.....

nov08 018   Ætti ég nú ekki að fara í peysuna líka?

 

nov08 019   Pilsið frá ömmu er nú líka flott....

nov08 021   Hvað!!!!! Það passar örugglega utanyfir..... ætlar enginn að hjálpa mér?

En eins og sjá má þá er hún Anna alger sérsfræðingur og sú stutta verður rosalega fín ef mamman fær leyfi til þess að setja hana í hvítar sokkabuxur og fínt. Um helgina reyndi ég að gera einkadóttur mína fína.... setti grjónið í sokkabuxur og bol og ætlaði svo að setja nýja fína pilsið yfir... en NEI TAKK sú stutta var bara á sokkabuxunum í boðinu..... tróð svo dúkkunni í pilsið þegar heim kom. Jæja hún var voða sæt samt.

ebba


Ferð á Ísafjörð

Þá er fjölskyldan komin heim eftir velheppnaðan túr á Ísafjörð. Afmælið hennar ömmu fór mjög vel fram og frábært að hitta svona marga ættingja og vini. Ebba var að mestu góð en fannst nóg um allt fólkið. Við gistum á Góustöðum og sváfum vel þar eins og fyrri daginn. Ég set inn myndir seinna, ég tók nú ekki margar sjálf en Ásdís og Siggi voru á svæðinu og ætla að senda mér disk með myndum, örugglega betri en ég hefði tekið. Ég náði mér í slæmt kvef í ferðinni og svona rétt hangi uppi en restin af fjölskyldunni slapp, ennþá allavega. Blogga meira seinna þegar hausinn er orðinn örlítið lausari við slím og ógeð Shocking. Ég þarf að nota það sem er í lagi í vinnuna núna.

 


Skemmtileg krakkahelgi!

Á laugardaginn komu tveir flottir 10 ára gæjar í heimsókn og voru fram á sunnudagskvöld. Þetta voru vinir hans Jonna frá því á leikskóla. Annar er fluttur til Reykjavíkur og þegar hann kemur norður hafa þeir fengið að gista saman allir þrír... gamla klíkan. Það er svo gaman hvað þeir eru alltaf góðir vinir og kemur vel saman. Ebbu fannst rosalega gaman að hafa svona marga fjöruga stráka í kringum sig. Takk fyrir góða helgi, skemmtilegu krakkar.

okt08 096

Fjör við matarborðið.....

okt08 097

Ebba kann að borða sjálf......

okt08 099


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband