Færsluflokkur: Bloggar
23.12.2009 | 17:19
Jólakveðja úr Grundargötunni
Við óskum öllum vinum og vandamönnum innilega gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hérna eru myndir af því fallegasta sem ég á
Ebba litla og kisa
Jonni í snjónum og með básúnu
Veigar að fara á ball og Nonni með alla strákana sína
Stelpan, jólakötturinn og tréð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2009 | 11:12
Skóli hjá öllum
Ég er að burðast við að taka tvö fög í HA þessa önnina, ferlega skemmtileg en mikil vinna. Þetta eru 12 einingar (24 ects) og verkefnaskil út í eitt. Nú eru tvö þau stærstu eftir sitt í hvoru fagi og gilda 40% af lokaeinkunn hvort. Hugurinn minn er hins vegar á fullu í einhverju skapandi starfi þessa dagana, ég fæ góða hugmynd á hverjum degi um eitthvað að sauma, vefa eða eitthvað annað skemmtilegt. Nú þarf ég að hætta því og hafa mig í að skrifa þessar ritgerðir, koma þeim frá og hefjast svo handa við hitt...... ég er svo að hugsa um að vera bara í einu fagi eftir áramót. Ástandið er sem sagt svoleiðis á heimilinu núna að við erum á öllum skólastigum, leik-, grunn- og framhaldsskóla og mamman í háskóla, Nonni er sá eini sem vinnur vinnuna sína og menntast án aðstoðar, En ég er bara svo ánægð með skóla krakkanna, alla saman, þeim líður öllum vel í sínum skólum og starfsfólkið upp til hópa frábært.
Blogga næst þegar ég er búin að vera dugleg....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2009 | 10:05
Lífið í nóvember
Nú er ég orðin ein af þeim sem hangi á facebook og gleymi alveg að blogga. Lífið gengur sinn vanagang, ég vinn frá kl. 8-14 í Möguleikamiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit og hef þá vinnu fram í desember, þá tekur óvissa við hvað varðar vinnu. Svo skráði ég mig í 2 áfanga upp í háskóla og hef meira en nóg að gera þar. Þetta er mjög skemmtilegt en mikil vinna. Annað er sérkennslufræði og hitt álitamál í skólastarfi. Heilinn hefur bara gott af því að hugsa svona af og til.
Krakkarnir eru hressir, Veigar í 1. bekk í MA voða glaður með það og spilar Hokký í frístundum, Jón Ólafur er skáti og spilar á Básúnu. Ebba er glöð í leikskólanum og stjórnar fólkinu sínu þess á milli. Það hefur lítið breyst í pólitíkinni, ég skil ennþá ekkert og er hætt að nenna að spá í ástandið, sem er öllu verra. Það er nóg fyrir mig að reyna að halda geðheilsunni bara svona án allra pælinga um ástandið í þjóðfélaginu.
Ég held að svínaflensan sé búinn á mínu heimili, við lágum öll í rúminu í október, mislengi og misalvarlega en þetta er komið gott og ég vonast eftir góðum vetri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 14:40
Veturinn er handann við hornið
Nú er þessi góða vika að baki, á fimmtudaginn var opnum Möguleikamiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit í Rósenborg (gamla barnaskólanum) og við erum óðum að búa til dagskrá fyrir næstu vikur. Þetta er skemmtilegt verkefni og allir rosalega jákvæðir og taka mér vel þar sem ég kem og óska eftir samstarfi.
Við Jonni fórum svo í morgun í kulda og vindi og tókum upp kartöflur og restina af salatinu úr garðinum. Við eigum eftir að fara aftur og taka upp restinu af kartöflunum og svolítið af káli og gulrætum. Ebba er ekki alveg hress og hafði bara ekki orku í að vera lengur í garðinum í morgun. Ég á svo að vera að gera verkefni fyrir skólann um sérkennslumál núna en er bara aðeins að líta upp frá því og blogga smávegis, þá verður andinn komin yfir mig og létt verk að halda áfram. Nonni og krakkarnir ætluðu að baka pönnsur og eitthvað svona næs á þessum kalda en fallega degi.
Við erum sem sagt bara hress hérna í kotinu, fyrir utan smá kvef og svona haustslen. Jonni kominn á fullt í skátunum, skólanum og á básúnuna. Veigar voða hrifinn af MA og er að keppa í Hokký á eftir, Ebba "dúleg" í leikskólanum og við gömlu bara góð........reynum það allavega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2009 | 10:41
Fyrsta blogg haustsins
Þá er ég komin aftur á bloggið eftir sumarið. Ég missti vinnuna mína hjá Fjölmennt í vor og sumarið varð að mörgu leiti erfitt vegna þessa. Ég átti erfitt með að sætta mig við að vera ekki búin að fá vinnu að loknu sumarfríi þann 1. ágúst. Sérstaklega þar sem ég var búin að skrá mig í 2 fög í Háskólanum og borga innritunargjöld og allt það og það stefndi í að ég þyrfti að skrá mig úr skólanum til þess að geta þegið atvinnuleysisbætur. En úr rættist í bili. Ég er núna í 3ja mánaða verkefni á vegum Vinnumálastofnunar og Akureyrarbæjar og sé um Möguleikamiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit sem staðsett er í gamla barnaskólanum sem nú heitir Rósenborg. Við opnum á fimmtudaginn og þetta er voða jákvætt og spennandi verkefni. Hvað tekur svo við eftir jól kemur í ljós. Allavega þá er ég í skólanum 2 daga í mánuði og svo í þessari 75% vinnu með. Nú ætla ég að reyna að láta vita af mér reglulega á blogginu og kannski setja inn einhverjar myndir líka.
Bestu kveðjur til bloggvina og annara með von um gott og bjart haust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 10:30
Myndir frá atburðum síðustu viku
Nú eru komnar myndir í albúm frá síðustu viku, fyrst sveitaferð Ebbu, svo Hríseyjarferð 5. bekkjar og loks jómfrúarsiglingu Ebbu á Hróari til Hríseyjar. Þetta voru allt góðar ferðir og hamingjusöm fjölskylda sem kom heim í gærkvöldi eftir útiveru helgarinnar.
Ebba hjálpar mömmu að stýra
Alvarlegt mál.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 22:28
Myndir fyrir mömmu..........og alla hina
Myndir af krökkunum, Ebba í gömlum kjól af mömmu, ein skátamynd fyrir Önnu frænku, takið eftir nýja skátahnífnum frá Nonna afa og svo bílstjórinn minn sem var að fá æfingaleyfið...... að lokum ein frábær frá sýningu nemenda minna á Amtbókasafninu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2009 | 21:53
Nokkrar nýjar myndir í albúmi....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)