Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2009 | 14:19
Vinna eða ekki vinna, það er málið..
Það var öllum sagt upp hjá Fjölmennt á Akureyri núna fyrir mánaðarmótin. Við vorum undir það búin þar sem nokkur vinna hefur verið í gangi um nýtt skipulag á stofnuninni. En samt sem áður var þetta svolítið sárt, óvissan er algjör og skipulagsvinnan mjög stutt á veg komin þannig að ekki er vitað hvað verður í haust. Þetta á þá bæði við um starfsfólk og notendur. Það eina sem talað hefur verið um er að þjónustan við notendur skerðist ekki og ég vona að það standist. Það verða einhver störf í boði en algjörlega óvíst hvort ég er með menntun og reynslu í þau eða .............. Við vorum allavega ekki hvött neitt sérstaklega til að sækja um þau þegar það kæmi í ljós hver þau yrðu. Nú er bara að bretta upp ermarnar og vinna í því að gera áfram eitthvað uppbyggilegt við lífið.... ná í meiri réttindi ef það er málið og skoða sína stöðu. Um helgina áttu skynsemin og tilfinningarnar í smá stríði og tilfinningarnar unnu í tvo daga (lesist: var þunglynd og vildi bara kúra) En skynsemin fékk svo aðstoð frá Nonna og krökkunum hans og þakkaði tilfinningunum fyrir að klára þetta "niðurfall" svona fljótt.
Svo hjálpaði þetta til.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2009 | 10:21
16 ára...............
Hið eiginlega afmæliskaffi var ekki fyrr en á sunnudaginn en á Sumardaginn fyrsta var bökuð kaka og þessi þrjú voru sæl og glöð með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2009 | 10:16
Bara ein mynd
Ég ætlaði að blogga heilan helling í dag en hef ákveðið að fresta því. Það hefur margt gerst síðustu daga sem ég þarf að melta og hugsa betur um. En ein flott mynd sakar ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 08:57
Vorið góða....
Það fer nú ekki allt eins og ætlað er, ég hélt fyrir páska að mér væri að batna og slappaði vel af yfir páskana í Hrísey en fékk nú samt lungnabólgu. Ég er í vinnunni í dag og vona að það versta sé nú búið. Það er komið alveg nóg af veikindum. Veigar fór vestur og skemmti sér hið besta, hann var rosalega ánægður með dvölina á Ísafirði. Ég skil hann vel ÞAÐ er bara æðislegt að skreppa vestur og við hin förum bara í sumar. Páskarnir hjá okkur hinum voru líka fínir við vorum í Hrísey og Nonni og krakkarnir fóru í göngutúra og mokuðu snjó á meðan ég lá að mestu upp í sófa. Nú eru allir komnir á fullt í skóla, vinnu og íþróttum og um helgina er einn að keppa í Hokký, einn að fara í skátaútilegu og restin verður heima og tekur á móti gestum sem eru að fara á Andrésar andar leikana. Það verður reyndar eitt 16 ára afmæli líka á kosningardaginn. Það er spáð leiðindarveðri seinnipart vikunnar og ég vona að það gangi ekki eftir, það væri svo gaman að hafa svona fallegt vorveður eins og er núna þegar allur þessi fjöldi kemur til að skemmta sér í fjallinu. Ég reyni að setja inn myndir bráðlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 22:29
Síðbúnar afmælismyndir
Jæja þá koma loksins myndir af Ebbu á afmælinu. Mamman er nú loksins að ná heilsu eftir erfiðistu flensu sem ég hef upplifað en þetta kemur vonandi allt um páskana því þá ætla ég að slappa ærlega af.
Blaðra í morgunsárið var toppurinn....
Svo kaka hjá ömmu með kertum og allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2009 | 08:51
2ja ára í dag!
Í dag er stelpan okkar 2ja ára. Það verður nú ekki mikið um hátíðarhöld þar sem mamma hennar er bara rétt að komast fram úr rúminu í meira en 5 mínútur í einu síðan á fimmtudag. Flensan sem sagt af öllu afli. En þegar maður er 2ja þá gleðst maður yfir litlu, pabbi og strákarnir voru búnir að kaupa blöðrur í ungfrúin var vakinn með blöðru í morgun og það var mikil gleði og þegar hún fékk að fara með blöðrur og ís til Laufeyjar, (dagmömmu) þá var spennan ógurleg. Miðað við hvað þeir eru búnir að vera hugmyndaríkir og flottir um helgina þá verður sjálfsagt eitthvað skemmtilegt fyrir hana seinnipartinn líka. Það hefur meira að segja verið bakað með kaffinu þessa helgina. Ég hafði bara því miður ekki heilsu til að njóta en drengirnir (allir þrír) höfðu gaman af tilraununum sínum því að sjálfsögðu var farið á netið eftir nýjum uppskriftum til að prófa.
Set inn myndir seinna........ er farin aftur undir sæng
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2009 | 10:53
Allt að komast í fastar skorður
Jæja þá er lífið að komast í fastar skorður eftir flensur. Mamma og Diddi fóru heim á sunnudaginn, það var virkilega notalegt að hafa þau í heimsókn, fyrst mömmu eina og svo Didda um helgina. Mamma var heima með Ebbu þannig að sú stutta fékk nokkra extra daga til að ná sér almennilega og ég gat nú ekki annað séð en að þær væru elskusáttar við hvor aðra. Við erum á fullu að breyta heima, Nonni smíðaði bókaskáp veggja á milli í borðstofunni og Jonni fékk gamla skápinn inn til sín, þetta þýðir að ég verð að fara í gegnum fullt af dóti og drasli, henda og endurraða. Það er bara af hinu góða en tekur smá tíma svona með öllu öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2009 | 22:24
Stelpuskott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2009 | 10:19
Drasl og veikindi
Ebba litla fékk almennilega flensu og við erum búin að vera heima með hana til skiptis í viku, tengdó hefur líka hjálpað til og nú er mamma komin líka. Ég er óendanlega þakklát fyrir að vera ekki ein með krakkann þegar svona stendur á, ég finn að þolinmæðin minnkar með minnkandi svefni og hrukkurnar og gráu hárið verða meira áberandi Við hjónin sjáum nú samt fram á að lifa þetta af enda heilsan að batna og verður vonandi komin alveg tilbaka um helgina.
En hér kemur ein lítil uppeldissaga:
Fyrst smá skýring, ég á góða vinkonu sem við skulum kalla "Siggu", hún er bráðvelgefin kona, dugleg í vinnunni, frábær handverkskona og mjög margt til lista lagt. EN hún hefur bara engan áhuga á heimilisstörfum og þar sem hún býr ein með sínum tveimur börnum hefur hún þetta bara eins og henni sýnist og tekur bara til svona af og til. Og þar sem dýr búa á heimilinu líka þá er nú stundum dálítið svona allt út um allt og þetta hafa mínir menn oft upplifað og við rætt um að hver verður að fá að hafa sína hentisemi á sínu heimili.
Einu sinni sem oftar kom ég að sonum mínum þar sem þeir sátu í sitthvoru herberginu, við sitthvora tölvuna, með lokaða glugga og ryk flögraði í kringum þá, óhrein föt á gólfinu og svo framvegis. Lyktin var eins og í hrútastíu og þeir bara harla glaðir. Nú mamman trompast og heldur ræðu um heilbrigði og hvernig ryk og skítur, sérstaklega þar sem sofið er geti haft alvarleg áhrif á heilsu manna. Sá eldri og reyndari stendur bara upp og byrjar að taka til hendinni, vitandi hvað virkar best á kellu í þessum ham en sá yngri móast við og segir svo eftir nokkur andartök.... mamma ef það sem þú segir er satt afhverju eru þá Sigga og krakkarnir hennar ekki veik eða bara dáin?
Ég sagði vinkonu minni þessa sögu og tek fram að hún hafði alveg húmor fyrir henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.3.2009 | 21:54
Kjólinn hennar mömmu
Fyrir nærri 40 árum saumaði Martha amma mín á mig þennan fína kjól, hann er svo búinn að vera í kríngum mig öll þessi ár enda flottasti kjóll sem ég hef átt. Stenst alveg tímans tönn. Litla skottið var að máta hann í dag.
Ebba í finum kjól að fikta í tölvunni hennar mömmu.......sem má ekki.......
svo Veigar tók hana... og þá gargar maður... en daman er fljót að jafna sig....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)