Andanefjur

afrit_af_hvalur1_400Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að það eru andanefjur á Pollinum. Þær fylgjast með siglingakrökkunum í Nökkva og við Nonni erum búin að fara á Hróari nokkrum sinnum og skoða þær þetta eru ótrúlega flottar skepnur.

Þessi mynd er fengin að láni af heimasíðu Nökkva nokkvi.iba.is og það er Lilja Guðmundsdóttir sem tók hana.


Haust

Síðustu daga hefur haustið minnt á sig, rok og aftur rok með rigningu í bland. Ebba fékk fyrstu flensu vetrarins um helgina, hita, kvef og slappleika en var furðu góð með þessu. Eða eins og Veiga sagði um Jonna einu sinni, voða góð ef hún fær allt sem hún vill.... hver er það svosem ekki??? Ég er byrjuð að kenna á fullu og lífið er komið í fastar skorður. Ég var búin að gleyma morgnunum á heimili smábarna.... sturta í 1 mínútu... morgunverður á hlaupum....engin blaðalestur.... ef allir eiga að vera komnir út kl. 8.00. Í fyrra var þetta miklu frjálsara enda ég í minni vinnu og daman hjá ömmu svo ekkert stress. En þetta gengur ágætlega flesta morgna, Ebba er svo hrifin af dagmömmunni og við notum það óspart þegar hún vill ekki fara í fötin og byrjar að stjórnast. Æi það er nú bara þannig að mér finnst það hrikaleg vinna að vera með ómálga einstakling á heimilinu, mér lætur betur að rökræða við fólk, bæði stórt og smátt heldur en fortölur og blíðmælgi enda endar þetta oft þannig að ég tek dömuna upp og TREÐ henni í útifötin..... öskrandi...... og pabbinn og bræðurnir horfa með vorkunn á aðfarirnar og reyna að vera fyrri til næst svo litli engillinn lendi ekki í morgunúrillri mömmu...hahaha.


Allt að komast í gang

Jæja þá er vetrarstarfið að hefjast hjá okkur hérna í Fjölmennt á Akureyri. Við erum að kynna haustönnina í dag og reiknum með að byrja að kenna mánudaginn 22. sept. Ebba litla er komin til dagmömmu og er voða glöð þar. Laufey er líka fyrirmyndarkona sem á bæði fugl og hund. Ekki skemmir það fyrir hjá Ebbu, auk þess líkar henni vel að hitta hina krakkana og fara á róló. Amma og afi sækja svo dúlluna sína þegar ég er að vinna lengur en til eitt. Strákarnir eru komnir á fullt í sítt prógram, Veigar í Hokký og Jonni í skátana.

Við fórum í Hrísey um helgina og áttum þar yndislegar stundir í fallegu haustveðri. Ég er að búa mér til MSN aftur og þeir sem vilja tengjast mér þar geta sent mér línu hérna inn eða á netfangið herdisj@fjolmennt.is.

 


Sumar og sól

Það hefur margt á daga fjölskyldunnar drifið síðan ég skrifaði síðast. Við vorum í tvær vikur í Danmörku í frábæru fríi. Erum búin að fá fullt af góðum og skemmtilegum gestum hingað í Grundargötuna og skreppa í sæluna í Hrísey. Það er bara ekki hægt að eiða tíma í blogg þegar hitinn er um og yfir 20 stig dag eftir dag.

Jonni er fyrir vestan, fékk far með ömmu sinni vestur og þar hljóp á snærið hjá honum og afi hans bauð honum með í nokkurra daga dvöl á Hesteyri. Veigar er inn í siglingaklúbb alla daga og öll kvöld, það passar honum ágætlega því það er blessunarlega lítið um gróður á Pollinum. Ofnæmið hans hefur versnað mikið í sumar og við erum að bíða eftir tíma hjá ofnæmissérfræðingi.

Nú Nonni minn er að verða búin að smíða sólpall/bryggju í garðinum og Ebba Þórunn hleypur um allt og heldur mömmu sinni við efnið. Þannig að sjá má að þessi fjölskylda er við góða heilsu og hefur nóg að gera. Ég bið bloggvini og aðra að sýna mér biðlund með haustinu verð ég duglegri að setja inn færslur. Ég óska ykkur áframhaldandi góðs sumars.

 


Sumarmyndir

Jæja nú er sumarið komið með sól og hita og ég nenni ekki að blogga neitt að viti. Set inn nokkrar myndir af fólkinu mínu og kem með skemmtilegar sumarsögur seinna.

 

garðurmaí08 019

 Ebba í nýju lopapeysunni frá Önnu frænku.

garðurmaí08 018

garðurmaí08 030

 Nonni með alla krakkana sína, voða stoltur eins og von er.

 


Gestir og gaman í skugga flensu..

Á miðvikudaginn í síðustu viku komu Erik og Jana frá Florida í heimsókn, það var voða gaman að hitta Erik aftur og ennþá meira gaman að fá að hitta Jönu í fyrsta skipti. Við reyndum öll að taka vel á móti þeim, elda góðan mat, og svo var stórfjölskyldumatarboð hjá Veigu á fimmtudag. Ég fór svo með þeim í Skagafjörðinn á föstudaginn og við skoðuðum Glaumbæ auk þess að heimsækja tvær gamlar frænkur. Ég var svo alveg búin eftir þetta og hélt að nú væri ég aftur komin með flensuna á fullu. Gestirnir fóru út í Hrísey og ég lagðist í rúmið. Það stóð til að við færum öll út í ey á laugardag og yrðum saman um kvöldið en ég hafði ekki orku í það svo Anna María og fjölskylda sáu um að elda og skemmta fólkinu það kvöldið. Ég held samt að þau hafi bara haft það ágætt hjá okkur og Jana lét ekki annað í ljós en henni litist bara bærilega á þennan íslenska legg fjölskyldu mannsins síns. Við Nonni tókum helgina svo ofurrólega, aðallega heima í stofusófa og reyndum að ná heilsu.

Jonni fór í skátaútilegu á föstudaginn, þau sváfu í Valhöll í Vaðlaheiði og hann var alsæll þegar hann var sóttur á laugardaginn. Jonni er alveg dásamlegur krakki, elskar svona ævintýri og hefur enga þörf fyrir foreldra þegar skátaforinginn er á staðnum. Bara nýtur lífsins í botn. Annars er allt við það sama mamman, pabbinn og Veigar hósta ennþá eins og klikkað fólk á meðan litlu börnin eru hress og kát en þetta hlýtur að taka enda, vonandi fyrir Danmerkurferð í júní.


Flensa eða ekki flensa það er spurningin

Helgin er liðin og við Ebba og Veigar vorum frekar framlág framanaf. Kvefuð, geðvond og hálflasin. Fengum góða gesti á laugardaginn, Ásdís og Siggi komu í kvöldmat og voru fram á sunnudag. Ég hresstist öll við þann góða félagsskap og á mánudag fórum við í dagsferð út í Hrísey. Settum hreint á rúmin og ryksuguðum flugur..... Ebba fór út í sandkassa og skemmti sér konunglega svo nú er bara að hlakka til sumarsins. En nú á þriðjudegi er enn þónokkuð kvef í gangi og það virðist ætla að ganga illa að losna við þennan andskota. Hvaða læknadóp á ég nú að biðja um í apótekinu? Er eitthvað sem virkar annað en að leggjast í bælið í viku? Ég hef sko ekki tíma til þess núna, nebbnilega. Jæja fátt er svo með öllu illt, Ebba er búin að vera hálfstífluð í nokkra daga og mikið hefur dregið úr brjóstagjöfinni svo það verkefni virðist ætla að leysast af sjálfu sér.

 


Tannlæknir að morgni dags.

Það var nú varla á það bætandi, kvef og hálsbólga í viku og svo fann ég þennan voðalega kula í einum jaxli í gækvöldi, ég hringdi á tannlæknastofuna í morgun og fékk tíma kl. 9. Jaxlinn er sprunginn, það er sprunga niður eftir honum öllum..... hvað í helv...... ég man ekki eftir neinu höggi nýlega. En allavega þá fékk ég nýja fyllingu og eitthvað og svo er bara að bíða og sjá til hvort ég þarf krónu í haust eða ekki. Best að fara að safna krónum ef ég þarf krónu...Smile 

Ég kom sem sagt of seint í vinnuna en nemendur mínir, þessar elskur biðu bara og unnu verkefnin sín og tóku svo vel á móti mér þegar ég kom loksins og vorkenndu mér þessi heil ósköp.Errm

Ég hlakka til kvöldsins, ég ætla að skoða allt sem Alda er að kynna, aftur, og vona að sem flestir komi.


Ull er gull

Á fimmtudaginn er kynning á ullarvörum hjá þeim Öldu frænku og Sigrúnu vinkonu hennar hérna fyrir norðan. Ég hvet alla til þess að mæta, þetta eru frábærar flíkur hjá þeim stöllum. Kynningin fer fram í Stekkjargerði 1, neðri hæð frá kl. 17-21 og allir eru velkomnir.

Hér eru tvær myndir af bloggsíðunni þeirra.

dscf6524

dscf6534

 Hægt er að skoða fleiri myndir á aldaogsigrun.blog.is


Nýjar myndir

Nú eru komnar nýjar myndir inn í myndaalbúmin hérna til hliðar, það eru bæði myndir frá Reykjavíkurferðinni og af börnunum heima í garði. Vorið kom aftur um helgina og stoppar vonandi lengur í þetta sinn, endar kannski með sumri..... hver veit.

Skrifa meira seinna, er alveg andlaus í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband