Vorið góða....

Það fer nú ekki allt eins og ætlað er, ég hélt fyrir páska að mér væri að batna og slappaði vel af yfir páskana í Hrísey en fékk nú samt lungnabólgu. Ég er í vinnunni í dag og vona að það versta sé nú búið. Það er komið alveg nóg af veikindum. Veigar fór vestur og skemmti sér hið besta, hann var rosalega ánægður með dvölina á Ísafirði. Ég skil hann vel ÞAÐ er bara æðislegt að skreppa vestur og við hin förum bara í sumar. Páskarnir hjá okkur hinum voru líka fínir við vorum í Hrísey og Nonni og krakkarnir fóru í göngutúra og mokuðu snjó á meðan ég lá að mestu upp í sófa. Nú eru allir komnir á fullt í skóla, vinnu og íþróttum og um helgina er einn að keppa í Hokký, einn að fara í skátaútilegu og restin verður heima og tekur á móti gestum sem eru að fara á Andrésar andar leikana. Það verður reyndar eitt 16 ára afmæli líka á kosningardaginn.  Það er spáð leiðindarveðri seinnipart vikunnar og ég vona að það gangi ekki eftir, það væri svo gaman að hafa svona fallegt vorveður eins og er núna þegar allur þessi fjöldi kemur til að skemmta sér í fjallinu. Ég reyni að setja inn myndir bráðlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband