Kominn heim í kuldann.

Rosalega var gott að koma heim á laugardaginn eftir velheppnaða ferð suður yfir heiðar. Það var yndislegt að hitta fjölskyldu og vini við jarðarförina hennar Öllu ömmu. Sveitin skartaði sínu fegursta, heiðskýrt en rosalega kalt þegar sú gamla var lögð til hinstu hvílu við hliðina á Jónasi. Ég gisti í tvær nætur hjá Sigga og Ásdísi og náði að slappa rosalega vel af, ótrúlega gott að hitta þau og slaka á hjá þeim heiðurshjónum. Strákarnir mínir komu svo til Reykjavíkur á fimmtudag og við áttum saman tæpa tvo sólarhringa. Veigar fór til ofnæmislæknis og fékk góða skoðun og Jón Ólafur var nú aðallega í því að sjá um að ég keypti ekki neitt því hann bara leggst niður af leiðindum inni í búðum (nema tölvu- og dótabúðum) Grin Við notuðum samt tímann til þess að hitta Orra stóra bróður og borða með honum, skoða svona eitt og annað og svo fékk Jonni að gista hjá Haraldi vini sínum. Veigar var svo fullur af kvefi að hann var nú bara rólegur með mömmu sinni, sofnaði í bílnum á meðan ég fór í Misty og keypti nærföt en tók virkan þátt í að velja kjól á Ebbu í marimekko. Alltaf að hugsa um litlu systur. En það er greinilegt hvor drengurinn er líkari mömmu sinni og hver er eins og pabbi. En hvað um það þá var nú ekki mikið verslað, enda kreppa og allt það en það er alltaf gaman að rölta um í miðbænum og skoða eitt og annað. Við gistum hjá Hildi og Lalla og það var bara næs eins og alltaf.

Takk fyrir okkur kæru vinir og ættingjar.InLove Það var svo vel tekið á móti okkur hjá þeim Nonna og Ebbu þegar við komum heim. Ég held að þau hafi saknað okkar smá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samhryggist þér með ömmu þína Dísa mín.  Það er alltaf gott að koma heim til sín.  Gott hjá syninum að passa upp á að mamma kaupi engann óþarfa hehehe... svona eiga sýslumenn að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Já ekki veitir af, ég er svolítið veik fyrir skóm og svona ýmislegu... 

Herdís Alberta Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 15:18

3 identicon

Yndisleg lýsing á Jonna, leggst niður af leiðindum hehehe, já hann hefur löngum sýnt það þessi elska að hann er klassískur karlmaður. Góð blanda hjá þér að eiga líka einn svona mjúkan :)

Knús á uppáhalds frændur mína og auðvitað til aðal stubbunnar líka!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:35

4 identicon

Elsku Dísa mín. Takk innilega fyrir samveruna um daginn. Það var alveg meiriháttar að fá að hafa þig svona lengi. Og gott að vita að þér leið vel. Þið komið svo bara öll næst, ekki satt???  Innilega velkomin. Knús á ykkur öll.

Ásdís (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband