Stress

Vandamál fólks eru misjöfn, mitt er valkvíði fyrir framan fataskápinn þegar velja þarf hvað á að fara með í ferðalagið og hvað getur vel orðið eftir heima. Nonni er með lausn.... eiga minna af fötum og skóm... það þarf varla að ræða það, en þetta er ekki lausn að mínu skapi.  Þá er að finna út hvað þarf að fara með til Reykjavíkur og hvað má fara í bílnum vestur..... Það er eins og maður sé að flytja þegar maður ferðast með smábarn. Og svo hefur nú viljað brenna við að mamman þurfi dálítið mikinn farangur líka.... en smá stund án hjálpar Ebbu og þá er þetta komið. Ég hlakka til að hitta fólkið mitt um helgina, þó tilefnið sé ekki gleðilegt þá er alltaf gott að fá smá tíma með fjölskyldunni, sérstaklega frændfólki mínu á Suðurlandi sem ég sé sjaldan. Kannski Anna systir sé til í að drekka með mér smááá rauðvín???? Tek það með til öryggis.

Óska ykkur öllum góðrar helgar.


Erill dagsins

Jónas afi á Brekkum varð bráðkvaddur fyrir helgi og amma liggur mikið veik. Það er víst það eina sem við vitum fyrir víst í lífinu að við munum á endanum andast en samt hélt ég að Jónas afi væri ekki næstur. Jarðarförin verður á laugardaginn og ég fer með Ebbu og Jonna með mér suður og keyri síðan vestur með mömmu. Stóru strákarnir koma vestur seinna  og við eyðum páskunum í "faðmi fjallra blárra", förum að horfa á Megas, í fermingu og fleira skemmtilegt.

Um síðustu helgi fórum við í Hrísey og slöppuðum af í frábæru veðri. Ebba datt á borðhorn og náði sér í fyrsta almennilega glóðaraugað, ekki það síðasta ef hún er lík bræðrum sínum. Það er nú frekar leiðinlegt að horfa á litla krílið með blátt auga, sem er reyndar að verða fjólublátt og grænt núna en svona gerast slysin. Við sjáum svo til hvenær ég kemst til þess að blogga næst. Læt inn myndir af Ebbu með "augað".


Þorra- Góugleði

Um helgina héldum við hjónin loksins hið árlega þorrablót vinahópsins hans Nonna, þeir félagar halda þetta til skiptis, og eru búnir að gera það í að minnsta kosti í 20 ár.  Það var reyndar Góugleði með þorramat og tókst bara vel, dálítið mikið af öllu.... en það vill fylgja. Börnin fóru um kaffileytið á laugardag til ömmu og afa og ég náði svo í Ebbu um kvöldið til þess að koma henni í rúmið. Litla skottan er ennþá á brjósti og ekki gott fyrir aðra að hlaupa í skarðið með það. Strákarnir hins vegar skemmtu sér hið besta hjá ömmu og afa og harðneituðu að koma heim þegar ég fór að sækja þá um hádegið daginn eftir. Veigar var með flakkarann með sér og þeir félagar og afi lögðust í mega sjónvarpsgláp og skemmtu sér vel. Tóku bara pásu til þess að baka pítsur á laugardagskvöldið. Afi og amma skiluðu svo drengjunum heim seinnipartinn á sunnudag.

Ég hins vegar stakk af og fór fram í Laugarborg á tónleika með Hjörleifi Valssyni og Tatu, þeir spiluðu á fíðlu og harmoniku og voru bara frábærir. Alveg framúrskarandi gaman að hlusta á menn spila sem hafa færni og spilagleði á heimsmælikvarða.

 


Ó afsakið símaskráin okkar er á ensku!!!!!

Ég ákvað seinnipartinn í gær að koma bréfi til útibústjóra Glitnis á Akureyri í e-mail. Þar sem ég fann ekki nafnið á manninum á heimasíðu bankans þá hringdi ég í þjónustuver... jújú hann heitir JJ sagði konan, ég hváði því það var nafn á manni sem ég var nýbúin að hafa samband við og hann er með annan titil....ó já ....ok hann heitir RR, ertu aveg viss spurði ég, já hann heitir RR. ég sendi póstinn og svo fórum við Veigar í leikhús og hlógum og hlógum á Fló á skinni.

Þegar heim var komið rakst ég á auglýsingu þar sem sagt var að II útibústjóri Glitnis myndi koma fram!!!!! ég hringdi í þjónustuverið í morgun jújú hann heitir II maðurinn með þennan titil. Sorrý en nýja símaskráin okkar er að ensku, það er greinilega ekki nógu gott, það skilja ekki allir ensku. HAHAHAHAAngry   Ég er búin að senda bréfið aftur og útskýringu til RR hvar í fjáranum sem hann á heima í fyrirtækinu. Miðað við síðustu daga er að verða spurning um hvar farsinn er hjá LA eða Glitni, bréfið var um ýtrekaða handvömm starfsmanna. Það kemur á bloggið um eða eftir helgi.

Ebba er að vakna, þarf að knúsa hana og svo bíður tiltekt.


Myndir

Ég setti Bolludagsmyndir og fleira inn í dag. endilega skoðið......

Bara strax aftur!!!!!!!

Þá er búið að ákveða að fresta framkvæmdum við svæði Nökkva. Bærinn ætlar hins vegar að halda áfram með undirbúningsvinnu og "koma málum í réttan farveg" skipulagslega séð. Stjórn Nökkva telur að þetta sé viðunandi og þar sem málið er komið svona langt sé ekki ráð nema að fylgja því eftir til enda.

OK sætti mig við þetta í bili. En ljóst er að það koma varla fleiri skemmtibátar til Akureyrar á meðan ástandið er svona. Ég myndi allavega ekki eyða tugum milljóna í stóran seglbát, vitandi að hann getur hvergi verið. En það skiptir engu ég á ekki tugi milljóna í eyðslu akkurat núna. HAHAHAHA


Byrjað aftur

Nú er helgin liðin og rúmlega það...... nú er bara að bretta upp ermarnar og byrja aftur að blogga. Það er helst í fréttum að ég er að kljást við Glitni banka um peninga barnanna minna... löng saga sem ég set kannski inn seinna... mér datt helst í huga að ef málin ganga ekki fljótt og vel fyrir sig hjá þeim ágæta banka þá væri lag að hafa samband við Þorstein Hjaltason lögfræðing hann þekkir vinnubrögðin hjá Glitni.....

Af fjölskyldunni er það helst að frétta að það er allt gott að frétta, Ebba blómstrar og er dekruð út í eitt af öllum, strákarnir eru bestir.... ég var í skólanum þeirra í morgun og það var ekkert út á þá að setja nema Jonni gleymir dálítið oft leikfimisfötum.... æi elsku kallinn minn er nú mest í eigin heimi og þar er greinilega engin skólaleikfimi... Öll önnur fög voru í topplagi.

Mál siglingaklúbbsins eru líka ofarlega á listanum þessa dagana, okkur vantar bryggjur fyrir bátana okkar, bæði klúbbbáta og prívatbáta, við Pollinn en það er merkileg stefna sem hefur verið síðustu 20 ár á Akureyri að loka sem mest á allt aðgengi að Pollinum, gamlar bryggjur hverfa og ekkert kemur í staðinn, fjörur eru allar farnar, fínir hlaðnir grjótkantar komnir í staðinn og mjög erfitt að komast að Pollinum, á maður sem sagt bara að horfa á sjóinn????? Hvað myndu fótboltamenn segja ef það væri girt svo vel í kringum gervigrasvellina en þeir gætu bara horft á þá en ekki spilað á þeim???

Hlakka til að fara til Ísafjarðar um Páskana

kveðja Dísa


Aðventan

Þá er komin aðventa og ég er að hugsa um að blogga lítið eitt. Það er meira en nóg að gera í vinnunni, Ebba Þórunn er í essinu sínu hjá ömmu og afa á vinnustofunni á meðan ég er að vinna. Kvöldin fara svo í að gera sem minnst og venjulega er ég komin í rúmið á sama tíma og Ebba. Nú þarf ég að finna tíma til að skrifa jólakort og svoleiðis, það verður kannski um helgina, eftir laufabrauð hjá tengdó og skreytingar í Hrísey.

Læt í mér heyra eftir helgina

 

W00t


Tími með gellunum

Nú er skólinn byrjaður, gellurnar allar komnar og vilja fara að blogga.W00t

Rifbrot

það nýjasta er að frúin datt niður útitröppurnar og rifbeinsbrotnaði....... það var eiginlega bölvanlegt en er að byrja skána enda bráðum vika síðan. Nonni og stráarnir, tengdó og mamma hjálpa til með Ebbu sem er náttúrulega ennþá á brjósti.

ágsept2007 015


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband