Lífið í nóvember

Nú er ég orðin ein af þeim sem hangi á facebook og gleymi alveg að blogga. Lífið gengur sinn vanagang, ég vinn frá kl. 8-14 í Möguleikamiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit og hef þá vinnu fram í desember, þá tekur óvissa við hvað varðar vinnu. Svo skráði ég mig í 2 áfanga upp í háskóla og hef meira en nóg að gera þar. Þetta er mjög skemmtilegt en mikil vinna. Annað er sérkennslufræði og hitt álitamál í skólastarfi. Heilinn hefur bara gott af því að hugsa svona af og til.

Krakkarnir eru hressir, Veigar í 1. bekk í MA voða glaður með það og spilar Hokký í frístundum, Jón Ólafur er skáti og spilar á Básúnu. Ebba er glöð í leikskólanum og stjórnar fólkinu sínu þess á milli. Það hefur lítið breyst í pólitíkinni, ég skil ennþá ekkert og er hætt að nenna að spá í ástandið, sem er öllu verra. Það er nóg fyrir mig að reyna að halda geðheilsunni bara svona án allra pælinga um ástandið í þjóðfélaginu.

Ég held að svínaflensan sé búinn á mínu heimili, við lágum öll í rúminu í október, mislengi og misalvarlega en þetta er komið gott og ég vonast eftir góðum vetri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á línuna kæra systir, gott að flensuskíturinn er búinn að yfirgefa Grundargötuna :)

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband