Fyrsta blogg haustsins

Þá er ég komin aftur á bloggið eftir sumarið. Ég missti vinnuna mína hjá Fjölmennt í vor og sumarið varð að mörgu leiti erfitt vegna þessa. Ég átti erfitt með að sætta mig við að vera ekki búin að fá vinnu að loknu sumarfríi þann 1. ágúst. Sérstaklega þar sem ég var búin að skrá mig í 2 fög í Háskólanum og borga innritunargjöld og allt það og það stefndi í að ég þyrfti að skrá mig úr skólanum til þess að geta þegið atvinnuleysisbætur. En úr rættist í bili. Ég er núna í 3ja mánaða verkefni á vegum Vinnumálastofnunar og Akureyrarbæjar og sé um Möguleikamiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit sem staðsett er í gamla barnaskólanum sem nú heitir Rósenborg. Við opnum á fimmtudaginn og þetta er voða jákvætt og spennandi verkefni. Hvað tekur svo við eftir jól kemur í ljós. Allavega þá er ég í skólanum 2 daga í mánuði og svo í þessari 75% vinnu með. Nú ætla ég að reyna að láta vita af mér reglulega á blogginu og kannski setja inn einhverjar myndir líka.

 Bestu kveðjur til bloggvina og annara með von um gott og bjart haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband