5.5.2009 | 14:19
Vinna eða ekki vinna, það er málið..
Það var öllum sagt upp hjá Fjölmennt á Akureyri núna fyrir mánaðarmótin. Við vorum undir það búin þar sem nokkur vinna hefur verið í gangi um nýtt skipulag á stofnuninni. En samt sem áður var þetta svolítið sárt, óvissan er algjör og skipulagsvinnan mjög stutt á veg komin þannig að ekki er vitað hvað verður í haust. Þetta á þá bæði við um starfsfólk og notendur. Það eina sem talað hefur verið um er að þjónustan við notendur skerðist ekki og ég vona að það standist. Það verða einhver störf í boði en algjörlega óvíst hvort ég er með menntun og reynslu í þau eða .............. Við vorum allavega ekki hvött neitt sérstaklega til að sækja um þau þegar það kæmi í ljós hver þau yrðu. Nú er bara að bretta upp ermarnar og vinna í því að gera áfram eitthvað uppbyggilegt við lífið.... ná í meiri réttindi ef það er málið og skoða sína stöðu. Um helgina áttu skynsemin og tilfinningarnar í smá stríði og tilfinningarnar unnu í tvo daga (lesist: var þunglynd og vildi bara kúra) En skynsemin fékk svo aðstoð frá Nonna og krökkunum hans og þakkaði tilfinningunum fyrir að klára þetta "niðurfall" svona fljótt.
Svo hjálpaði þetta til.....
Athugasemdir
Það vantar kennara á Ísó ;) en gangi þér vel, það kemur örugglega eitthvað jákvætt út úr þessu, knús á línuna.
Sólveig (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 11:40
Gott að súkkulaðið kom til hjálpar! Sendi líka knús á línuna :)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:18
Þáð voru nú allir jákvæðir varðandi það að flytja vestur, það var helst Nonni sem hafði orð á þvi að það væri langt að keyra í vinnuna...
Herdís Alberta Jónsdóttir, 8.5.2009 kl. 09:50
Issss, pisss, smámunasemi í kallinum, tíhí
En ekki hafa áhyggjur elsku dúlla, þetta reddast. Láttu bara Pollyönnu á þetta, hún virkar svo helv..... vel.
Knús á ykkur öll.
Ásdís (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:01
Bíddu .. er þá Fjölmennt lokaður í augnablikinu eða hvað ?
en samt Leiðinlegt að heyra með Fjölmennt og að ykkur var sagt upp en vonandi reddast þetta allt saman ..
en vildi bara skilja eftir smá kvitt eftir mig :)
Sæunn Veigarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 00:03
Ég er sammála Dísa, súkkulaði er allra meina bót :-) Og ég styð þessa tillögu um að koma á Ísó, Nonni getur bara fengið sér þyrlu.
Við eigum það nú til að kaupa okkur eins hluti þó að við séum á sitt hvorum staðnum, gat ekki annað en brosað þegar ég sá fína hjólið þitt. ;-)
Kveðja úr Góuholtinu.
Harpa (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.