30.3.2009 | 08:51
2ja ára í dag!
Í dag er stelpan okkar 2ja ára. Það verður nú ekki mikið um hátíðarhöld þar sem mamma hennar er bara rétt að komast fram úr rúminu í meira en 5 mínútur í einu síðan á fimmtudag. Flensan sem sagt af öllu afli. En þegar maður er 2ja þá gleðst maður yfir litlu, pabbi og strákarnir voru búnir að kaupa blöðrur í ungfrúin var vakinn með blöðru í morgun og það var mikil gleði og þegar hún fékk að fara með blöðrur og ís til Laufeyjar, (dagmömmu) þá var spennan ógurleg. Miðað við hvað þeir eru búnir að vera hugmyndaríkir og flottir um helgina þá verður sjálfsagt eitthvað skemmtilegt fyrir hana seinnipartinn líka. Það hefur meira að segja verið bakað með kaffinu þessa helgina. Ég hafði bara því miður ekki heilsu til að njóta en drengirnir (allir þrír) höfðu gaman af tilraununum sínum því að sjálfsögðu var farið á netið eftir nýjum uppskriftum til að prófa.
Set inn myndir seinna........ er farin aftur undir sæng
Athugasemdir
Knúsaðu afmælisstelpuna frá okkur
Sólveig og co (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:05
Til hamingju með afmælisstelpuna
Anna Guðný , 30.3.2009 kl. 14:22
Til hamingju með litla gleðigjafann ykkar, tíminn er fljótur að líða, mér finnst það hafa verið í gær sem þú varst með hana nýfædda í eldhúsinu á Asvegi eitt, hjá okkur. Kærar og hlýjar kveðjur til ykkar frá okkur. Hilsen Gulla, Árni og krakkarnir kátu.
Gulla og fjölskylda í DK (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:46
Smá helgarkveðja og stórt knús á ykkur öll.
Ásdís (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:23
Til hamingju með afmælisstelpuna. Hitti stóra strákinn þinn á dalnum, á ekki von á að hann hafi áttað sig á tengslunum þó ég hafi útskýrt þau.
Kveðja
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 12.4.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.