Allt að komast í fastar skorður

Jæja þá er lífið að komast í fastar skorður eftir flensur. Mamma og Diddi fóru heim á sunnudaginn, það var virkilega notalegt að hafa þau í heimsókn, fyrst mömmu eina og svo Didda um helgina. Mamma var heima með Ebbu þannig að sú stutta fékk nokkra extra daga til að ná sér almennilega og ég gat nú ekki annað séð en að þær væru elskusáttar við hvor aðra.  Við erum á fullu að breyta heima, Nonni smíðaði bókaskáp veggja á milli í borðstofunni og Jonni fékk gamla skápinn inn til sín, þetta þýðir að ég verð að fara í gegnum fullt af dóti og drasli, henda og endurraða. Það er bara af hinu góða en tekur smá tíma svona með öllu öðru.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Dísa min, ef það er eitthvað sem þú vilt losna við og heldur að ég geti notað niðri í Norðuporti, þá endlega láttu mig vita.

Anna Guðný , 24.3.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Ég hef þig í huga, annars er Elspa að leita fyrir mig að sodastream tæki (ekki djók) og það var nú eitthvað smádót sem fór til hennar. Restin er að mestu allskonar pappír, kort og bréf sem er alveg rosalega erfitt að flokka og henda.... allavega fyrir mig og svo er það svo seinlegt þegar maður les þetta allt líka.....

Herdís Alberta Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 21:29

3 identicon

Farðu vel með þig i flensunni, mér heyrist hún vera komin í þig........

mamma. (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband