18.3.2009 | 10:19
Drasl og veikindi
Ebba litla fékk almennilega flensu og við erum búin að vera heima með hana til skiptis í viku, tengdó hefur líka hjálpað til og nú er mamma komin líka. Ég er óendanlega þakklát fyrir að vera ekki ein með krakkann þegar svona stendur á, ég finn að þolinmæðin minnkar með minnkandi svefni og hrukkurnar og gráu hárið verða meira áberandi Við hjónin sjáum nú samt fram á að lifa þetta af enda heilsan að batna og verður vonandi komin alveg tilbaka um helgina.
En hér kemur ein lítil uppeldissaga:
Fyrst smá skýring, ég á góða vinkonu sem við skulum kalla "Siggu", hún er bráðvelgefin kona, dugleg í vinnunni, frábær handverkskona og mjög margt til lista lagt. EN hún hefur bara engan áhuga á heimilisstörfum og þar sem hún býr ein með sínum tveimur börnum hefur hún þetta bara eins og henni sýnist og tekur bara til svona af og til. Og þar sem dýr búa á heimilinu líka þá er nú stundum dálítið svona allt út um allt og þetta hafa mínir menn oft upplifað og við rætt um að hver verður að fá að hafa sína hentisemi á sínu heimili.
Einu sinni sem oftar kom ég að sonum mínum þar sem þeir sátu í sitthvoru herberginu, við sitthvora tölvuna, með lokaða glugga og ryk flögraði í kringum þá, óhrein föt á gólfinu og svo framvegis. Lyktin var eins og í hrútastíu og þeir bara harla glaðir. Nú mamman trompast og heldur ræðu um heilbrigði og hvernig ryk og skítur, sérstaklega þar sem sofið er geti haft alvarleg áhrif á heilsu manna. Sá eldri og reyndari stendur bara upp og byrjar að taka til hendinni, vitandi hvað virkar best á kellu í þessum ham en sá yngri móast við og segir svo eftir nokkur andartök.... mamma ef það sem þú segir er satt afhverju eru þá Sigga og krakkarnir hennar ekki veik eða bara dáin?
Ég sagði vinkonu minni þessa sögu og tek fram að hún hafði alveg húmor fyrir henni.
Athugasemdir
ertu að tala um mömmu mína?
Ólöf Vignisdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:56
Af hverju heldur þú það, Ólöf litla?
Herdís Alberta Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:06
þetta hljómaði bara eins hún, eða réttara sagt við.
Ólöf Vignisdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 00:34
Hummmm, ég spring úr hlátri. Jonni klikkar ekki, skynsemis drengur.
Hvaða spéhræðsla er þetta hjá Ólöfu, mamma hennar heitir ekki Sigga.
Hahhahahahaha, ég á eftir að glotta af þessu í allan dag, TAKK!
Ásdís (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:33
Hun er kl'ok hun dottir min ;)
Audvitad var tetta um mig, stora systir er bara of kurteis vid mig til ad segja tad berum ordum :) Og tad er alveg satt, eg hef sko alveg humor fyrir tessu hehehehe, enda er tad ekki af engu sem "Jonna=sogur" hafa lengi verid sagdar a minu heimili :)
Anna Malfridur (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.