9.3.2009 | 21:54
Kjólinn hennar mömmu
Fyrir nærri 40 árum saumaði Martha amma mín á mig þennan fína kjól, hann er svo búinn að vera í kríngum mig öll þessi ár enda flottasti kjóll sem ég hef átt. Stenst alveg tímans tönn. Litla skottið var að máta hann í dag.
Ebba í finum kjól að fikta í tölvunni hennar mömmu.......sem má ekki.......
svo Veigar tók hana... og þá gargar maður... en daman er fljót að jafna sig....
Athugasemdir
Er hún ekki flott litla bínan, gaman að sjá hvað þið eruð að blómstra Dísa mín, vona að við fáum ykkur í heimsókn innan tíðar, nóg pláss fyrir gott fólk. Hilsen fra Danmark Gulla og co.
Gulla og Árni (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:49
Já loksins fékkstu stelpu í kjólinn, Ólöf fékk hann lánaðan ein jólin þegar hún var u.þ.b. þriggja ára :)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 08:55
Takk Gulla mín, það væri gaman að koma til "det deijlige Danmark" Já Anna kjóllinn er flottur en Ebba mín er nú bara að verða 2ja og hann má nú ekki minni vera.....
Herdís Alberta Jónsdóttir, 10.3.2009 kl. 11:48
Vildi bara segja þér að hún Ebba er alltaf að verða líkari þér og líkari. Og þú átt Jonna líka alveg, "skuldlausan" heheh.
Sætust í bláu (eins og mamman)
Ásdís (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:20
Mér finnst þessi kjóll æðislegur og frábært að hann skuli hafa geymst svona vel þessi örfáu ár sem hafa liðið síðan þú notaðir hann.
Svo er þetta nú alveg hrikalega sæt stelpa!
Kv.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 10.3.2009 kl. 16:30
Takk Dísa fyrir commentið hjá mér flottar myndir af skvísunni þinn.
Takk Dísa bið að heilsa til baka Og já takk og sömuleiðis :)
Ég samt er ekki svo löt að blogga núna ég reyni að blogga og blogga eins og ég get en já bið að heilsa öllum saknaðarkveðjur frá írlandi hehe varð að setja kallinn en kem vonandi til íslands í sumar þá mun ég reyna að kíkja á ykkur..
Sæunn Veigarsdóttir, 11.3.2009 kl. 00:19
Já börnin okkar eru ekki alveg í sömu stærðarflokkunum :) Ég man að hann var vel stór á Ólöfu þarna um jólin sem hún var rétt orðin þriggja..... Enda er hún blessunin þekkt fyrir flest annað en að vera risi ;)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.