27.1.2009 | 12:09
Þjóðmál eða krúttfærslur.
Ég hef ekki bloggað mikið um þjóðmálin á þessari síðu. Ég fæ ágætis útrás á kaffistofunni og víða annarsstaðar um þau mál og hef svo sannarlega skoðanir. Ég hef látið beittari pennum en mér eftir að skrifa um þessi mál og les blogg eins og hennar Ásthildar Cesil mér til mikillar ánægju og er oftast sammála henni. Svo læt ég bara inn svona krúttfærslur......(stolið orð frá Ásthildi)...bara svona til þess að frænkur, ömmur og fleiri geti fylgst með ungunum.
Núna er ég dálítið kvíðinn, úlfarnir eru allir að kaupa sér sauðagærur og jarma hver í kapp við annan, allir eru búnir að vera svo góðir og enginn skilur af hverju einhverjir eru að gagnrýna þá, það eru alltaf hinir sem eru vondir...............ef einhverjir eru í vafa þá er ég að tala um stjórnmálamenn á Íslandi. Það virðist enn enginn bera neina ábyrgð og allir eru bara að hugsa um rass.....ð á sjálfum sér...... næ ég kjöri næst eða..................
Vakniði nú og hugsiði um hag fólksins í landinu á undan flokkshagsmunum.... bara svona einu sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.