27.1.2009 | 11:09
Bíó og daglegt amstur!
Ég fór í bíó í gær og sá Sólskinsstrákinn, afar athyglisverð mynd og það væri gaman að sjá Kela aftur eftir 10 ár. Myndin gefur von um betri framtíð fyrir einhverf börn og er ekki einmitt nauðsynlegt að finna von þessa síðustu daga. Ég er annars bara að sinna daglegu amstri, vinnu, börnum, heimili og sjálfri mér. Um næstu helgi stendur til að fara á þorrablót með vinahópnum hans Nonna úr Suðurbyggðinni og á árshátíð í skóla strákanna. Ég setti inn myndir í nýtt albúm, það er svona bland frá áramótunum og úr Hrísey.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.