7.1.2009 | 11:06
Komin aftur í gírinn!
Jæja þá er maður að komast í gírinn eftir marga góða daga í Hrísey þar sem ekki var kveikt á tölvu, útvarpi eða sjónvarpi (nema strákarnir gláptu) Við hjónin hlustuðum á tónlist, fórum í langa góða göngutúra með stelpuskottið, lásum bækur og borðuðum góðan mat. Veðrið var dásamlegt og útsýnið yfir fjallahringinn mannbætandi. Ég heyrði reyndar af árás "hryðjuverkamanna" á kryddsíldina og gat ekki annað en glott yfir viðbrögðunum. Ekki það að skemmdarverk séu af hinu góða en viðbrögð manna hjá Stöð 2 voru yfirdrifin. Það er nú mín reynsla að fjölmiðlafólk er rosalega viðkvæmur hópur og tekur því afar illa ef á þá er ráðist en fylgist spennt með ef það fær að vera áhorfendur = mótmælendur/glæpamenn er oft sama fólkið það fer bara eftir því hver talar.
Athugasemdir
Sorrý dúllan mín, ég gleymdi að óska þér og þínum gleðilegs árs. Og kæra fjölskylda,,,, takk fyrir öll gömlu góðu árin, fáum vonandi að hittast á þessu ári, eins og þeim fyrri. kv/frá reyðarf.
petrea (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:37
Gleðilegt ár Peta og ég vona svo sannarlega að þetta nýja ár verði þér gott og gæfuríkt. Var ekki komin tími á að eitt barnanna líktist mér?
Herdís Alberta Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:14
Kæru krúsídúllur. Mínar bestu óskir á nýju ári. Rosalega finnst mér myndin af ykkur mæðgunum á jólunum flott. Það er eitthvað svo heillandi við ykkur á henni. Hérna megin er allt fínt. Bíð eftir að heyra í mömmu þinni um hvort ég eigi ekki að elda læri handa henni og Ólöfu í kvöld. Bestu kveðjur frá okkur í Kisukoti.
p.s. er ekki búin að gleyma heimboðinu í Hrísey
Ásdís (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.