17.12.2008 | 12:32
Krakkar á aðventu
Ég er löt að blogga núna. Á heimið hefur herjað magapest og allir svolítið slæptir en þetta verður líklega búið fyrir jól svo það er nú gott. Nú koma bara nokkrar myndir af litlu stelpunni sem er svo heppin að eiga stóra bræður sem eru duglegir að sinna henni.
Á sleða með Jonna í Hrísey.
Veigar að gefa Ebbu vöfflur.
Athugasemdir
Mikið er stúlkan heppin að eiga svona góða bræður :)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:09
Alveg bráðnaði hjartað mitt þegar ég sá þessar myndir. Strákarnir þínir eru alveg einstakir (og stelpan líka). Það er svo dásamlegt að sjá hvað þeir eru góðir við Ebbu-ling. Hún er án efa ríkasta stelpan í öllum heiminum.
Vertu velkomin í jólafrí, dúllan mín og njóttu þess að slaka á (og leggja þig). Segðu okkur svo frá hvernig gekk í bakstri. Ohh, mig langar í sörur, ætla að sjá hvort ég finn ekki tíma í svoleiðis dúllerí. Ástarkveðjur til ykkar allra.
Ásdís (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:45
En hvað drengurinn er líkur mömmu sinni. Flottir krakkar.Kærleikskveðja til þín Dísa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.