Það eru víst að koma jól.

Núna líður timinn allt of hratt, ég er nú þannig gerð að helst þyrfti ég að leggja mig á daginn á þessum árstíma..... en ég leyfi mér það bara stundum. Litla stubba lagðist í gubbu Frown ekki mín sterka hlið, en hún er hraust og þetta gekk fljótt yfir. Svo er það nú þannig að mínir nemendur eru mjög viðkvæmir fyrir öllu áreyti, allavega flestir og þessi tími svona rétt fyrir jól fer illa í þá marga. Allir hlakka mikið til og höndla það misvel, skapsveiflur eru meiri en venjulega og ég finn að ég skil þau svo vel og mig langar stundum bara til að skæla út af smámunum líka. En það gengur víst ekki (nema þegar heim er komið Tounge). Nú er kennslan búin fyrir jól og í næstu viku þarf að undirbúa vorönnina áður en ég kemst í frí þann 19. des.

Ég er annars róleg í jólastússi, ætla að koma bréfum til útlanda frá mér um helgina og ræða það við mína menn hvort við eigum að baka eitthvað. Svo kemur þetta alltaf í rólegheitum, stundum erum við ofurdugleg og stundum gerum við lítið meira en nokkrar seríur í glugga. EN alltaf koma jólin í þessu húsi með góðum mat og góðu víni. Og ég velti fyrir mér hvort ég er að fagna sólinni eða frelsaranum og er helst á því að skipti engu máli, sólin er jú sannkallaður frelsari, húsmóðirin þarf minna að sofa, lundin léttist og allt verður auðveldara.

Eigiði góða aðventu öll sem kíkið hingað inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dísa mín, til hvers eru allir þessir drengir búnir að fara í iðnskólann og læra, ef ekki til að baka fyrir okkur, svo held ég að bakaraiðnin sé lögvernduð...þannig að við meigum bara baka takmarkað....  hafðu það gott mín kæra og knúsaðu allt þitt lið í tilefni hátíðar LJÓSS (sólar) og friðar  kgv/peta

petrea (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:45

2 identicon

Já ég er svo sammála síðasta ræðumanni :) En hvernig er það átt þú ekki eimnitt einn svona "bakaradreng"? Er það ekki rétt hjá mér að stóri jólastrákurinn þinn sé mjög svo liðtækur í jólabakstrinum?

Annars erum við systurnar held ég á sama meiði í jólastússinu, rólegheit og notalegheit og svo koma jólin alveg sama hverstu miklum tíma maður eyddi í undirbúning :)

Knús á línuna, kv. litla sys.

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:55

3 identicon

Mikið er gott að það eru fleiri en ég  í fjölskyldunni sem eru rólegir í jólaundirbúningi. ég held sérstaklega upp á stiðsta dag ársins því  eftir hann lengist dagurinn ótrúlega mikið næstu vikurnar á eftir en  jólaljósinn gefa okkur birtu og yl á þessum svartasta tíma ársins. gangi ykkur vel í jólaundirbúningi kveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Takk fyrir innlitið allar saman. bakaradrengurinn minn er nú ekki með lögverndað starfsheiti en jú hann er nokkuð góður en þarf smá hjálp. Hann ætlar að sýna mér hvernig á að baka Sörur um næstu helgi, ég á að hjálpa honum  enda hef ég aldrei bakað svoleiðis en hann oft hjá Hafdísi. Þetta var ákveðið um helgina þegar við ákváðum jólamatinn og fórum í Holtsel og keyptum ís í eftirmat.

Knús á ykkur

Herdís Alberta Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband