2.12.2008 | 09:35
Jólakjóllinn
Anna systir var að prjóna kjól á frænku sína, Ebba mátaði að sjálfsögðu kjólinn og önnur ný föt sem hún fékk fyrir vestan.....
Ætti ég nú ekki að fara í peysuna líka?
Pilsið frá ömmu er nú líka flott....
Hvað!!!!! Það passar örugglega utanyfir..... ætlar enginn að hjálpa mér?
En eins og sjá má þá er hún Anna alger sérsfræðingur og sú stutta verður rosalega fín ef mamman fær leyfi til þess að setja hana í hvítar sokkabuxur og fínt. Um helgina reyndi ég að gera einkadóttur mína fína.... setti grjónið í sokkabuxur og bol og ætlaði svo að setja nýja fína pilsið yfir... en NEI TAKK sú stutta var bara á sokkabuxunum í boðinu..... tróð svo dúkkunni í pilsið þegar heim kom. Jæja hún var voða sæt samt.
Athugasemdir
Flottasta grjónið, það er engin spurning :) Gaman að sjá að kjóllinn passaði.
Sjálfstæði hennar og ákveðni í fatavali minnir mig mjög á Ólöfu stóru frænku hennar á sama aldri og hún er ennþá jafn sjálfstæð og það reynist henni bara vel :)
Knús á línuna....
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:26
Við ætlum að vera frá 17.00- 18.30 á morgun
Sjáumst þá
Anna Guðný , 3.12.2008 kl. 23:18
Ég datt nú 20 ár aftur í tímann þegar ég sá myndina af Ebbu í nýja kjólnum og hugsaði, hm var ég búin að láta Dísu fá kjólinn hennar Önnu Maríu ?
Kveðja Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:42
Já er það ekki rétt Harpa hann er ótrúlega líkur kjólnum hennar Önnu Maríu. Kannski bara sama uppskrift? Anna sett aukalega perlur og dúll á þennan og Ebba kann að meta það.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 09:45
Mikið svakalega á ég sæta frænku! :)
Knús!
Björk Sigurðard. (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:12
Mikið obbboðslega er Ebba fín í kjólum frá Önnu. Og mikið obbbboðslega er hún Anna mikill snillingur að prjóna. Og obbbboðslega ert þú frábær Dísa mín að setja hérna inn myndir fyrir okkur hin til að njóta.
Obbbbboðslega góðar kveðjur til allra frá obbbbbboðslega skrítnu Ásdísi
Ásdís (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.