25.11.2008 | 11:53
Ferð á Ísafjörð
Þá er fjölskyldan komin heim eftir velheppnaðan túr á Ísafjörð. Afmælið hennar ömmu fór mjög vel fram og frábært að hitta svona marga ættingja og vini. Ebba var að mestu góð en fannst nóg um allt fólkið. Við gistum á Góustöðum og sváfum vel þar eins og fyrri daginn. Ég set inn myndir seinna, ég tók nú ekki margar sjálf en Ásdís og Siggi voru á svæðinu og ætla að senda mér disk með myndum, örugglega betri en ég hefði tekið. Ég náði mér í slæmt kvef í ferðinni og svona rétt hangi uppi en restin af fjölskyldunni slapp, ennþá allavega. Blogga meira seinna þegar hausinn er orðinn örlítið lausari við slím og ógeð . Ég þarf að nota það sem er í lagi í vinnuna núna.
Athugasemdir
Amma þín var flott í sjónvarpinu Dísa mín. Og þær Torfhildur báðar, flottar konur. Gott tilsvar hjá henni um kreppuna hehehehe.. Vonandi heilsast þér betur og losnar við kvefið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2008 kl. 11:56
Já þvílíkar kerlingar... ætli við verðum ekki svona gamlar Ásthildur, stútfullar af vestfirskum genum... kíki á þig næst þegar ég kem.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 12:05
Takk fyrir kveðjuna hjá mér en já láttu þér bara batna í kvefinu en bið að heilsa öllum krökkunum í fjölmennt.
Sæunn Veigarsdóttir, 25.11.2008 kl. 20:17
Ég sá nú ekki bara ömmu þína í sjónvarpinu, heldur sá ég þér bregða fyrir líka.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 25.11.2008 kl. 21:30
Já eg sá þig líka .. Hafðu það gott verð að fara að setja eitthvað inn fyrir Helga á morgun hehehehe
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.