11.11.2008 | 12:06
40 þúsund.......
Hvernig eiga menn sem eru á ofurlaunum og kunna ekkert annað að bjarga almenningi í kreppu? Einn nýju bankastjóranna lækkaði launin sín um rúmlega mánaðarlaun verkafólks.... ægilega góður? Mér verður hugsað til atviks sem átti sér stað fyrir löngu. Ég var í veislu með mörgu góðu fólki, meðal annars fyrrverandi þingmanni og ráðherra. Ungt fólk var að tala um verðbólguna, lág laun og almenna erfiðleika við að láta enda ná saman. Hjón um þrítugt, skyld manninum, með 3 börn, í miðjum íbúðarkaupum og bæði í fullri vinnu á lágmarkslaunum tjáðu reiði sína um ástandið..... sá gamli var mjög hissa... og sagði þessa óborganlegu setningu við konuna "já en elskan mín, þú ert nú með þín 40 þúsund, er það ekki?" Það voru þá nýumsamin lágmarkslaun. Maðurinn var ekki í neinum takti við almenning, hann hafði aldrei í sínu fullorðins lífi lifað á lágmarkslaunum, líklega aldrei þurft að hugsa sig um þegar hann verslaði í matinn (ef hann gerði það nokkurn tíma sjálfur) og hann virtist ótrúlega hissa á þessu unga frændfólki sínu, hvað var fólkið að kvarta eiginlega. Þessi ágæti maður var frekar notalegur, gat rætt um listir og pólitík af mikilli innlifun EN hann lifði og hrærðist í ÖÐRUM raunveruleika en við hin. Og þarna liggur hundurinn grafinn...... hvernig eiga þeir sem hafa allt sitt líf lifað í fílabeinsturni að skilja hvað 20 þúsund króna hækkun á láni getur gert mikinn skaða hjá fólki sem á EKKERT afgangs? Skoðum ráðherralista ríkisstjórnarinnar, hvað gerði þetta fólk áður en það fór á þing? Vafalaust koma sumir vel frá þeirri skoðun en ég er hrædd um að flestir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu illa til þess fallnir að skilja hag almennings. Mér virðist allavega engin ástæða til þess að treysta þessum stjórnvöldum fyrir framtíð barnanna minna. Mér er nóg boðið og verð engu búin að gleyma í næstu kosningum.
Athugasemdir
Þetta er alveg dæmigert, eins og geta þeir ekki borðað kökur ? Við verðum að koma þessum spillingaröflum í burtu, áður en þeir klúðra öllu út úr höndunum á sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:46
Svo sammála þér stóra systir! Við þurfum fólk við stjórnvölin sem vita að hver þúsundkall skiptir miklu máli í lífi venjulegs fólks en hvar finnum við þetta fólk? Eru ekki allir undir sama hatti þegar í stjórn er komið og haga sér allir nokkurn vegin eins? Ja, það er spurning...!!!
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:45
Allveg er ég sammála þér dóttir góð, ég held að það séu alltog margir i þjóðfélaginu í dag( eða voru) sem þekkja ekki hvað er að hafa í sig og á og láta enda ná saman, þetta var gott framtak hjá þér.
Mikið er ég farin að sakna barna þinna til knúsa þau og kjassa aðeins vika til stefnu!"!!!!!!ástarkveðja frá logninu við pollinn.
mamma (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.