4.11.2008 | 11:27
Vansvefta húsmóðir......
það er allt við það sama á heimilinu, elsta barnið enn með hækjur og við Jonni druslumst út snemma á morgnana til þess að bera út blöðin fyrir hann. Jonni græðir og græðir og ég líka, því svei mér þá ef ég hef ekki gott af labbinu... svona eftirá allavega. En kl. 6 í morgun þegar klukkan hringdi fannst mér það bæði kvöl og pína að fara fram úr. Ebba var eitthvað óróleg í nótt og var komin uppí, lá helst ofaná mömmu sinni og sú gamla svaf lítið, er bara alveg búin að missa hæfileikann að sofa hvað sem á gengur Það góða er að snjórinn er að mestu farinn svo það var auðvelt að bera út. Það er bara verst að ég er frekar geðvond þegar ég er þreytt.....verri en venjulega.... á þriðjudögum er ég reyndar með marga frábæra nemendur í tímum hjá mér svo ég verð bara að hemja mig og reyna að njóta dagsins.
Við Nonni ætlum á tónleika með Kristjáni Jóhannssyni og sinfó í kvöld. Ég held mér vonandi vakandi yfir þeim, annars bætast hrotur við tónverkin, ekki víst að það yrði vinsælt.
Athugasemdir
Ekkert minna en það. Góða skemmtun Dísa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2008 kl. 20:33
Æi elsku gamla systir mín, þú ert afskaplega dugleg og voða góð mamma, það máttu eiga eskan.
Blaðburðarkveðja til ykkar Jonna í morgunsárið og knús á alla hina :)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:26
Takk fyrir dömur. Þetta voru góðir tónleikar og ég var endurnærð þegar við komum heim í gærkvöldi. Falleg tónlist gerir manni gott. Nú ætla ég að setja inn myndir fyrir þig Anna mín, svo þú sjáir litlu frændsystkini þín.....
Herdís Alberta Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.