Frost og funi!

Góð vika að baki. Afmæli og fimbulkuldi, við Jonni höfum borið út blöðin fyrir Veigar í hörkufrosti og litla stýrið er vel dúðað ofaní vagninn. Nú í morgun er hins vegar nokkurra stiga hiti og rok og erfitt að fóta sig á svellinu. Veigar er kominn á hækjur, hugsanlega með rifinn liðþófa ja eða marinn........ þetta er nú alveg að verða gott með fæturna á honum Veigari. Nú ætla ég að drífa mig og mína út í Hrísey í kvöld og vera þar um helgina, gera sem minnst annað en að njóta hvors annars.

Hafið það gott um helgina kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HA ?? Veigar meiddur getur það verið

Sólveig (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:34

2 identicon

Hvað kom fyrir Veigar????
Vonandi áttu góða helgi í Hrísey, í huggóheitunum.
Við ætlum í afmælisveislu ömmu þinnar á morgun, svo bara að hafa það huggó.
Fórum einmitt út að borða með þeirri gömlu í gærkvöldi af því þá var dagurinn hennar. Hún er bara hress.
Knús og við sjáumst svo eftir ca 3vikur ef veðurguðirnir lofa.

Ásdís (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:38

3 identicon

Góða helgi í Hríseyjunni

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Já hann Veigar er slasaður og auðvitað var hann að spila Hokký. Hann er nú líka ótrúlega seinheppinn kall greiið!!!! Kveðja til ykkar í afmælið Ásdís mín, ég mundi nú eftir gærdeginum og reyndi að hringja en gamla var á tali, svo mundi ég aftur eftir því eftir að ég var komin upp í rúm í gærkvöldi... Best að reyna aftur á eftir.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Anna Guðný

Hafðu það gott um helgina. Takk fyrir innlitið.

Anna Guðný , 31.10.2008 kl. 23:40

6 identicon

Æi þessi seinheppni stóri frændi minn :) en hann er samt algert krútt og fær knús og kveðju frá frænku!

Helgi í Hrísey hljómar ótrúlega vel og ég er með ykkur í anda.

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband