Efnahagsmál

Ég ætla ekki að skrifa um efnahagsmálin þó svo að fyrirsögnin segi annað. Ég fékk smá útrás á síðunni hennar Önnu Málfríðar en ég er hrædd um að ég villist inn á persónulegt skítkast um menn og málefni ef ég sleppi mér. Þó ætla ég að láta í ljósi þá skoðun mína að það sé ekki tilviljun að græðgi sé talin með einum af dauðasyndunum. Þegar einstaklingar og fyrirtæki (bankar meðtaldir) missa sjónar á muninum á gróða og græðgi þá er aldrei von á góðu. Það er ekkert rangt við að hagnast á viðskiptum en það er mikil hætta á algeru siðleysi þegar græðgin hefur undirtökin. Kannski er allt löglegt sem íslensku bankarnir hafa aðhafst en sannarlega margt siðlaust.

Allt í snjó, sumir í fjölskyldunni elska það og aðrir..... elska það minna.Smile Ég er í hjarta mínu ánægð með svo margt og sendi fjölskyldu og vinum hlýjar vetrarkveðjur úr snjónum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Heyr heyr! Sammála þessu með græðgina og snjóinn reyndar líka, mér finnst hann skemmtilegur. :D

Kveðjur úr snjóleysinu. 

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:54

2 identicon

Ég er alveg sammála þér systir góð og alveg sammála því sem þú skrifaðir á minni síðu!  Heyr - Heyr!!!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:53

3 identicon

Vinar- og knúskveðjur úr snjónum í snjóinn.

Snjór er góður með kertum og súkkulaði

Ásdís (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband