13.10.2008 | 15:28
Mývatnssveitin er æði......
Við hjónin áttum alveg rosalega fínan sólarhring í Mývatssveit um helgina. Eftir að vera búin að tékka okkur inn á Hótel Reynihlíð fórum við og skoðuðum fuglasafn Sigurgeirs, þetta er alveg nýtt safn og til fyrirmyndar hvernig sem á það er litið. Húsakynnin falleg og flott hönnuð, uppsetningin aðgengileg og ekki skemmir útsýnið. Það er full ástæða til þess að óska þessari fjölskyldu til hamingju með þetta framtak, ég hlakka bara til að fara með strákana þangað. ( www.fuglasafn.is) Nú næst fórum í Jarðböðin og eftir að vera búin að liggja þar í bleyti í slyddunni fórum við heim á Hótel og hvíldum okkur fyrir kvöldið. Haustveislan byrjaði svo klukkan sjö og stóð langt fram eftir nóttu og ég ætla ekki að gera henni allri skil en þarna fór saman góður matur, góðir drykkir, frábær lifandi tónlist og einstakur félagsskapur. Glæsilegt í alla staði. Mývetningar kunna svo sannarlega að skemmta sér og öðrum, fjöldasöngurinn margraddaður og sérlega glæsilegur. Það voru því alsæl og þreytt hjón sem sóttu börnin sín eftir hádegi á sunnudag, krakkarnir höfðu líka skemmt sér vel hjá Hafdísi og hennar börnum og Ebba var stilltari þar er heima hjá sér..... er það ekki vaninn?
Kreppa hvað! Gengið er allavega hagstætt í Mývatnssveitinni.
Athugasemdir
Frábært að heyra af svona góðri helgi. Ég er búin að fylgjast með byggingu þessa fuglasafns í nokkur ár, hann Axel vinur minn er bróðir téðs Sigurgeirs og hann sagði mér frá þessu flotta framtaki fjölskyldunnar. Ég hef samt ekki ennþá komist til að skoða þetta með eigin augum. Gaman að heyra að þetta hafi tekist svona vel.
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:21
Ohhh, Mývatnssveit, I LOVE IT, flugur og allt.
Ásdís (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:21
Engar flugur núna....... já Anna þetta er virkilega flott safn og ef þú ferð inn á linkinn fuglasafn.is og þar inn á fréttir þá sérðu flottar myndir af því.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.