Veturinn minnir á sig

Það var kalt að hjóla í vinnuna í morgun og greinilegt að veturinn er á næstu grösum. Hlíðarfjallið er hvítt og fallegt og nú er bara að taka fram úlpu, húfu og vettlinga og njóta. Annaðhvort það eða flytja til suðlægari landa. Ég er að hugsa um að njóta bara Íslands þrátt fyrir kreppu, bankaskandala, liðónýta ríkisstjórn og vanhæfa embættismenn hjá Akureyrarbæ. Ég hef tekið þá þroskuðu ákvörðun að gera það besta úr því sem ég hef, njóta haustsins þrátt fyrir kulda, gleðjast yfir stilltum og rigningalausum dögum. Gleðjast yfir börnunum mínum, líka þegar þau eru óþekk og knúsa kallinn frekar oftar en venjulega. Ég vona að þessar mótvægisaðgerðir mínar hafi allavega eitthvað að segja þegar kemur að andlegu jafnvægi heimilisins út veturinn.

Þetta þýðir ekki að ég hætti að hafa skoðanir á öllu mögulegu og láti í mér heyra á réttum stöðum þyki mér tilefni til. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja þú !kominn snjór, hjá mér er bara hvítt í efstu toppum. EN hann þarna uppi er alltaf að sturta englana svo allt er á floti, það styttist örugglega í að fiðrið fari að svífa til jarðar og hvað þá Öllum bænum haltu áfram að knúsa heimilisfólkið, ekki veitir af á þessum tímum svo geðheilsan haldist. Dísa mín, það voru engir vængir á lausu svo ég varð að fresta ferðinni að þessu sinni, enda búin að reyna þetta 2x á nokkrum mánuðum. Held bara að þeir þarna uppi vilji mig ekki alveg strax. Heilsan kemur hægt, en alltaf í rétta átt.  knús á línuna.kv ph

p.h. (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Mikið líst mér vel á þessar mótvægisaðgerðir þínar
Ég er að hugsa um að taka þig til fyrirmyndar

Anna Gísladóttir, 2.10.2008 kl. 11:32

3 identicon

Vonandi hefur Pollyanna ekki látið sig hverfa þegar þú vaknaðir í morgun og allt á kafi í snjó. Annars er ég sátt við þennan hugsunarhátt hjá þér, ekki það að þú hafir verið neikvæð hingað til.
Skelltu aukaknúsi á familyjuna frá mér og stórum kossi á hægri rasskinnina á þér, líka frá mér.

Ásdís (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:01

4 identicon

Ég hefði betur sleppt því að grínast með þig og snjóinn. Hér fór að snjóa í gærkvöldi og núna er allt hvítt,  logn og sól. En ég er svo heppin að mér finnst þetta YNDISLEGT. Það er svo mikill munur á þegar allt er hvítt úti heldur en þegar allt er grátt og brúnt. Svo læðist að manni svolítið jólaskap, enda ekki nema rúmlega 80 dagar til jóla.

Ásdís (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:31

5 identicon

Áfram Pollýanna!!

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband