23.9.2008 | 11:08
Haust
Síðustu daga hefur haustið minnt á sig, rok og aftur rok með rigningu í bland. Ebba fékk fyrstu flensu vetrarins um helgina, hita, kvef og slappleika en var furðu góð með þessu. Eða eins og Veiga sagði um Jonna einu sinni, voða góð ef hún fær allt sem hún vill.... hver er það svosem ekki??? Ég er byrjuð að kenna á fullu og lífið er komið í fastar skorður. Ég var búin að gleyma morgnunum á heimili smábarna.... sturta í 1 mínútu... morgunverður á hlaupum....engin blaðalestur.... ef allir eiga að vera komnir út kl. 8.00. Í fyrra var þetta miklu frjálsara enda ég í minni vinnu og daman hjá ömmu svo ekkert stress. En þetta gengur ágætlega flesta morgna, Ebba er svo hrifin af dagmömmunni og við notum það óspart þegar hún vill ekki fara í fötin og byrjar að stjórnast. Æi það er nú bara þannig að mér finnst það hrikaleg vinna að vera með ómálga einstakling á heimilinu, mér lætur betur að rökræða við fólk, bæði stórt og smátt heldur en fortölur og blíðmælgi enda endar þetta oft þannig að ég tek dömuna upp og TREÐ henni í útifötin..... öskrandi...... og pabbinn og bræðurnir horfa með vorkunn á aðfarirnar og reyna að vera fyrri til næst svo litli engillinn lendi ekki í morgunúrillri mömmu...hahaha.
Athugasemdir
Litla prinsessan!
Dugleg að halda mömmu sinni við efnið. Vonandi losnar hún við kvefið fljótlega.
Bestu kveðjur frá okkur á læknum.
Ásdís (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 12:01
Hahahaha, þarna hitti skrattinn ömmu sína! Eftir þeim sögum að dæma, sem ég hef heyrt af þér þegar þú varst lítil þá vissir þú alveg hvað þú vildir og gafst ekkert eftir...!!
Sé ykkur mæðgur alveg í anda á morgnana og líka áhyggjusvipinn á karlpeningnum ;)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 12:18
Takk Ásdís, Ebba er orðin frísk og Anna Málfríður ég var örugglega engill þá eins og núna!!!!!!!!!
Herdís Alberta Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:57
Dísa mín, Anna er svolítið yngri en þú, EN HVAÐ ætli Búbbi segði ef hann legði eitthvað til málanna. Ég man þá tíð að þér fannst alveg sjálfsagt að hætta í skóla "hann Búbbi gæti sko lært fyrir ykkur bæði En frábært að Ebba er orðin hress. Knús að austan á alla línuna ph
p.h. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:38
Já þetta er alveg rétt Peta mín, Gaman að heyra frá þér. Vonandi ertu að hressast síðustu fréttir af þér voru nú ekki svo mjög góðar.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.