Allt að komast í gang

Jæja þá er vetrarstarfið að hefjast hjá okkur hérna í Fjölmennt á Akureyri. Við erum að kynna haustönnina í dag og reiknum með að byrja að kenna mánudaginn 22. sept. Ebba litla er komin til dagmömmu og er voða glöð þar. Laufey er líka fyrirmyndarkona sem á bæði fugl og hund. Ekki skemmir það fyrir hjá Ebbu, auk þess líkar henni vel að hitta hina krakkana og fara á róló. Amma og afi sækja svo dúlluna sína þegar ég er að vinna lengur en til eitt. Strákarnir eru komnir á fullt í sítt prógram, Veigar í Hokký og Jonni í skátana.

Við fórum í Hrísey um helgina og áttum þar yndislegar stundir í fallegu haustveðri. Ég er að búa mér til MSN aftur og þeir sem vilja tengjast mér þar geta sent mér línu hérna inn eða á netfangið herdisj@fjolmennt.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Takk fyrir innlitið á síðuna mína.Hrísey er fallegur staður til að vera á

Birna Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 12:39

2 identicon

Gaman að sjá nýja færslu. Vertu dugleg að flytja mér fréttir af ykkur öllum og auðvitað myndir af ungunum þínum.

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:11

3 identicon

Velkomin aftur !! Alltaf gott þegar rútínan byrjar.  Það verður gaman þegar þið Helgi farið að senda mer póst  úr skólanum

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:08

4 identicon

Hæ mín kæra og takk fyrir sendinguna. Mun fylgja þínum óskum til hins ítrasta. Er stundum á msn, asdisgj@hotmail.com en hvernig er það með þig, ekkert Facebook?
Kær kveðja til ykkar allra og vonandi komustum við í Hrísey með ykkur sem fyrst.
Knúúúúúússssss

Ásdís (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband