29.7.2008 | 10:16
Sumar og sól
Það hefur margt á daga fjölskyldunnar drifið síðan ég skrifaði síðast. Við vorum í tvær vikur í Danmörku í frábæru fríi. Erum búin að fá fullt af góðum og skemmtilegum gestum hingað í Grundargötuna og skreppa í sæluna í Hrísey. Það er bara ekki hægt að eiða tíma í blogg þegar hitinn er um og yfir 20 stig dag eftir dag.
Jonni er fyrir vestan, fékk far með ömmu sinni vestur og þar hljóp á snærið hjá honum og afi hans bauð honum með í nokkurra daga dvöl á Hesteyri. Veigar er inn í siglingaklúbb alla daga og öll kvöld, það passar honum ágætlega því það er blessunarlega lítið um gróður á Pollinum. Ofnæmið hans hefur versnað mikið í sumar og við erum að bíða eftir tíma hjá ofnæmissérfræðingi.
Nú Nonni minn er að verða búin að smíða sólpall/bryggju í garðinum og Ebba Þórunn hleypur um allt og heldur mömmu sinni við efnið. Þannig að sjá má að þessi fjölskylda er við góða heilsu og hefur nóg að gera. Ég bið bloggvini og aðra að sýna mér biðlund með haustinu verð ég duglegri að setja inn færslur. Ég óska ykkur áframhaldandi góðs sumars.
Athugasemdir
Hafðu það gott í sumar.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:39
Hvað er þetta með þessa fjölskyldu og ofnæmi hah!
Hafið það gott í hitanum og sólinni.
Kveðjur
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 30.7.2008 kl. 08:46
Sjúkkit, hélt að þið hefðuð sest að í danaveldi og ég sæi ykkur aldrei meir.
En nú skal ég sýna mikla þolinmæði og bíða spennt fram á haust eftir meira bloggi.
Sí ja leiter.
Ásdís (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.