20.5.2008 | 11:30
Gestir og gaman í skugga flensu..
Á miðvikudaginn í síðustu viku komu Erik og Jana frá Florida í heimsókn, það var voða gaman að hitta Erik aftur og ennþá meira gaman að fá að hitta Jönu í fyrsta skipti. Við reyndum öll að taka vel á móti þeim, elda góðan mat, og svo var stórfjölskyldumatarboð hjá Veigu á fimmtudag. Ég fór svo með þeim í Skagafjörðinn á föstudaginn og við skoðuðum Glaumbæ auk þess að heimsækja tvær gamlar frænkur. Ég var svo alveg búin eftir þetta og hélt að nú væri ég aftur komin með flensuna á fullu. Gestirnir fóru út í Hrísey og ég lagðist í rúmið. Það stóð til að við færum öll út í ey á laugardag og yrðum saman um kvöldið en ég hafði ekki orku í það svo Anna María og fjölskylda sáu um að elda og skemmta fólkinu það kvöldið. Ég held samt að þau hafi bara haft það ágætt hjá okkur og Jana lét ekki annað í ljós en henni litist bara bærilega á þennan íslenska legg fjölskyldu mannsins síns. Við Nonni tókum helgina svo ofurrólega, aðallega heima í stofusófa og reyndum að ná heilsu.
Jonni fór í skátaútilegu á föstudaginn, þau sváfu í Valhöll í Vaðlaheiði og hann var alsæll þegar hann var sóttur á laugardaginn. Jonni er alveg dásamlegur krakki, elskar svona ævintýri og hefur enga þörf fyrir foreldra þegar skátaforinginn er á staðnum. Bara nýtur lífsins í botn. Annars er allt við það sama mamman, pabbinn og Veigar hósta ennþá eins og klikkað fólk á meðan litlu börnin eru hress og kát en þetta hlýtur að taka enda, vonandi fyrir Danmerkurferð í júní.
Athugasemdir
Usss uss, hvað er að vita. Helv.. pestin er þrautseig.
En þig sigrist á þessu, það er ég viss um.
Vil bara minna þig á neyðarpóstinn sem ég sendi þér í gær, þennan með kökuuppskriftina. Er alveg eyðilögð yfir að hafa þvegið miðann.
Væri kannski sniðugt hjá þér að skella uppskriftinni inn hérna svo hún væri sí-aðgengileg fyrir mig og aðra sem vilja njóta svona dásaemdar.
Með von um skjót viðbrögð og betri heilsu
Ásdís (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.