13.5.2008 | 15:20
Flensa eða ekki flensa það er spurningin
Helgin er liðin og við Ebba og Veigar vorum frekar framlág framanaf. Kvefuð, geðvond og hálflasin. Fengum góða gesti á laugardaginn, Ásdís og Siggi komu í kvöldmat og voru fram á sunnudag. Ég hresstist öll við þann góða félagsskap og á mánudag fórum við í dagsferð út í Hrísey. Settum hreint á rúmin og ryksuguðum flugur..... Ebba fór út í sandkassa og skemmti sér konunglega svo nú er bara að hlakka til sumarsins. En nú á þriðjudegi er enn þónokkuð kvef í gangi og það virðist ætla að ganga illa að losna við þennan andskota. Hvaða læknadóp á ég nú að biðja um í apótekinu? Er eitthvað sem virkar annað en að leggjast í bælið í viku? Ég hef sko ekki tíma til þess núna, nebbnilega. Jæja fátt er svo með öllu illt, Ebba er búin að vera hálfstífluð í nokkra daga og mikið hefur dregið úr brjóstagjöfinni svo það verkefni virðist ætla að leysast af sjálfu sér.
Athugasemdir
Sæl elsku vinkona sætar voru þið mæðgur í mogga í dag FRÆGAR haha
jæja svo það á að láta lilluna hætta á brjósti gangi ykkur vel
kossar og knús
Hildur
Hildur Þórisdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:04
Hundleiðinlegar þessar pestar. Sem betur fer hefur þeim fækkað hér síðustu ár.Fariði vel með ykkur.
Anna Guðný , 13.5.2008 kl. 22:36
Við erum líka búin að fá okkar skerf af þessum pestum. Vonandi batnar ykkur fljótt og vel.
Flott myndin af ykkur mæðgum í mogganum
Anna Gísladóttir, 14.5.2008 kl. 00:53
Sammála, fín mynd af mæðgunum sem blasti við þegar ég fletti mogganum í gærkvöldi.
Vonandi náið þið að hrista þessa flensu af ykkur sem fyrst, sendi ykkur góða strauma að vestan.
Kv. Harpa
Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:59
Hey, af hverju missti ég, mynd í mogganum. Hvaða dag, verð að fá að sjá svona herlegheit.
Annars hefur afleggjari af pestinni ykkar laumað sér í farangurinn hjá okkur og svo réðst hann á mig sl. miðvikudag. Er aðeins að skána núna, er loks mætt í vinnu. En er samt ógeðslega slöpp.
Takk fyrir okkur, það var alveg yndislegt og rosa skemmtilegt að vera hjá ykkur.
Knús á línuna frá okkur.
Ásdís (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:18
Æi, Ásdís það var nú ekki ætlunin að gefa þér afleggjara, við erum öll að hressast en það gengur alveg skelfilega hægt. Vona að þú verðir fljótt hressari.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 20.5.2008 kl. 11:17
Já þetta með moggann, það hefur verið þann 13. held ég, á þriðjudegi eða kannski daginn eftir, mynd af okkur Ebbu á opnun myndlistarsýningar.... alltaf svo menningarlegar.....
Herdís Alberta Jónsdóttir, 20.5.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.