Tannlæknir að morgni dags.

Það var nú varla á það bætandi, kvef og hálsbólga í viku og svo fann ég þennan voðalega kula í einum jaxli í gækvöldi, ég hringdi á tannlæknastofuna í morgun og fékk tíma kl. 9. Jaxlinn er sprunginn, það er sprunga niður eftir honum öllum..... hvað í helv...... ég man ekki eftir neinu höggi nýlega. En allavega þá fékk ég nýja fyllingu og eitthvað og svo er bara að bíða og sjá til hvort ég þarf krónu í haust eða ekki. Best að fara að safna krónum ef ég þarf krónu...Smile 

Ég kom sem sagt of seint í vinnuna en nemendur mínir, þessar elskur biðu bara og unnu verkefnin sín og tóku svo vel á móti mér þegar ég kom loksins og vorkenndu mér þessi heil ósköp.Errm

Ég hlakka til kvöldsins, ég ætla að skoða allt sem Alda er að kynna, aftur, og vona að sem flestir komi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjjj elskan mín.

Vonandi verður þetta búið að jafna sig um helgina svo þú fáir ekki illt í tönnina við að drekka kalda kampavínið.

Hlakka til að sjá ykkur

Ásdís (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:32

2 identicon

Ojj, tannlæknir  Átt þú nokkuð svona diazepan töflur með miða sem á stendur: "2-3 töflur vegna kvíða fyrir tannlæknaheimsóknir" ??  HEHE ég fékk nefnilega svoleiðis og geymi sko glasið

En hvaða - hvaða, eruð þið Ásdís að fara að drekka kælt kampavín án þess að láta mig vita??? Ég á bara ekki orð....

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband