Reykjavíkurferð

Þá erum við búin að fara suður um heiðar. Ebba fékk háan hita á þriðjudaginn var og var með hita fram á fimmtudag, við ákváðum samt að fara suður. og eftir hádegi á fimmtudag keyrðum við af stað, ég og krakkarnir. Strákarnir stóðu sig frábærlega við að hafa ofan af fyrir Ebbu á leiðinni og við komum í íbúðina sem ég leigði um kvöldmatarleytið. Mamma gisti svo hjá okkur um nóttina og Ebba rauk upp í hita og var pirruð og lasin alla nóttina. Um morgunin var hún hitalaus og er búin að vera það síðan, en voða lítil og pirruð og hangir bara í mömmu sinni. Strákarnir fengu samt að njóta dvalarinnar í höfuðborginni, Jonni var hjá Haraldi vini sínum yfir nótt og Veigar fór um hádegið á föstudag til Hafnarfjarðar þar sem hann var á þjálfaranámskeiði í siglingum fram á sunnudag.

Veigar átti afmæli á föstudaginn og fór út að borða í hádeginu áður en hann fór á námskeiðið. Við Ebba fórum svo á föstudagskvöldið í frænkukvöld heima hjá Herdísi frænku minni, það var alveg meiriháttar gaman. Flottar frænkur allar saman og skemmtilegar. Ég keypti frábæra peysu af Öldu og nú verð ég að fara að fá kynningu hérna fyrir norðan því allar vinkonur mínar vilja svona peysur líka.  Fermingin hennar Hildar var svo á sunnudaginn og fór vel fram, Hildur og Anna spiluðu saman á flautu og píanó við afhöfnina og allt var mjög hátíðlegt og flott. Nonni minn kom suður á laugardaginn og keyrði með okkur norður sem var kannski eins gott því ég var orðin alveg rosalega þreytt eftir margar vökunætur með litlu stelpunni minni. Við vorum ekki komin heim fyrr en klukkan 10 í gærkvöldi og nú fer ég ekki í ferðalag með þessa stelpu neitt á næstunni....... Kolla grasa bjargaði okkur með góð ráð og dropa og kunnum við henni þakkir fyrir það.Happy

Mamma reddaði mér nú alveg fyrir sunnan, var með Ebbu á móti mér og hvíldi mig. Við fórum líka að hitta hana Emilíu Margréti og foreldra hennar, sem var gaman en fátt er svo með öllu illt..... pirruð stelpa varð til þess að ég keypti ekki neytt, fór ekki í búðaráp eða neinn óþarfa....  Nú ætlum við hins vegar að koma reglu á hlutina enn og aftur, Ebba veit það ekki ennþá en brjóstagjöf í tíma og ótíma yfir nóttina er ekki lengur á dagskrá. Nú verður unnið að því að koma hlutunum aftur í það horf sem var fyrir flensu, sjúss fyrir svefnin og ekki aftur fyrr en að morgni.  Það mun taka nokkrar nætur með öskrum en borgar sig fyrir svefn foreldranna. Whistling

Takk fyrir þið öll sem við hittum fyrir sunnan, það var gaman að sjá vini og vandamenn og eiga með ykkur stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir komuna og alla hjálpina

Aumingja Ebbu-krúttið, ætlar mamman virkilega að fara að gera eitthvað sem verður henni hugsanlega ekki að skapi??? Hvernig er eiginlega farið með barnið? Ég skil bara ekkert í þessari frekju í foreldrunum að vilja endilega sofa á nóttunni

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Já nú á að taka á því. það gekk bara vel í nótt og kannski er bara tími til komin að hætta öllu brjóstastandi hjá dömunni, vinn í því í maí, pabbinn er meira en til í að hjálpa mér með það, sér fram á að geta frekar komið í staðinn fyrir mömmu ef tútturnar eru ekki alltaf aðal........

Herdís Alberta Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 11:57

3 identicon

ÆÆ.... litlu prinsessunni er augljóslega ekkert vel við einhvern þvæling.

Gangi ykkur vel með að afnema bjóstagjöf.  

Bestu kveðjur norður.  Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband