Vestfiskar konur!!!!

Ég er nú algjör byrjandi í bloggi en þetta smá kemur og síðustu vikur hef ég verið að skoða mig um á blog.is og ég verð nú að segja það að konur fyrir vestan eru mínar uppáhaldsbloggarar, Matta og Ásthildur fremstar í flokki, það er nú ekki alltaf sem ég set inn comment, en alltaf er jafn gaman að lesa leiftrandi snilldina sem þessum konum dettur í hug. Og ekki skemmir nú fyrir myndirnar hennar Ásthildar af fjöllunum, börnunum og blómunum. Það er bæði hollt og gott fyrir þunglyndis haus eins og mig að fylgjast með opnu, hugmyndaauðugu fólki tjá sig. Ekki að það komi sérstaklega á óvart að lesa flottar færslur frá konum fyrir vestan, það hefur löngum verið ljóst að þar búa alvöru kerlur og karlar og sýndi framtak stelpnanna, "óbeisluð fegurð" það best. Strákarnir mínir eru líka stoltir yfir því að vera hálfir "vestfiskar" þarf að athuga hvaða tegund það er.

Allt er við það sama hér, ég kenni mínum flottu nemendum, sæki minnsta barnið, rella í stóru börnunum og stundum kallinum, set í þvottavél, elda og geng aldrei frá eftir mig, þá er komið að hinum. Stundum sleppi ég því líka að rella í strákunum (öllum 3) því þeir eru svo sannarlega oft svo góðir og duglegir að þess gerist ekki þörf. Í dag skín sól og vor er í lofti, þá fór ég í kjól og fallega skó og rölti í vinnuna og lífið varð dásamlegt í einu vetfangi. Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Sæl frænka.

Er svo treg, tók upp í ískaldan puttaling á "hraðbrautinni" um páskana. Keyrði hann niður í skútu niðri við höfn, hann var að fara að smíða með Búbba og líklega Rúnari Karls að mig minnir. Mér fannst ég kannast við hann en eins og ég segi, þá er ég ekki mjög mannglögg! 

Gæti verið að þú kannaðist við kauða?

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Alveg frábært!

Nonni sagðist ætla að labba, við vorum á Góustöðum og sagði mér svo að ung, falleg ljóshærð mær hefði keyrt sig.....Það er nú skiljanlegt fyrst það varst þú kæra frænka.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 18.4.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband