Vor í lofti

Fjölskyldan átti rólega helgi í Hrísey, Veigar var eins og venjulega hjá Nóa, aðallega í tölvunni en við hin notuðum góða veðrið til þess að fara í göngutúra um eyjuna. Ég fór svo á frábært bútasaumsnámskeið í gærkvöldi og kom sjálfri mér á óvart með hvað ég væri flínk Wink Ég ákvað að slá til þegar vinkona mín bað mig að koma með sér og það var æðislegt að drífa sig af stað. Ótrúlega gaman að skoða öll þessi flottu efni og liti og ekki síst að sjá góðan árangur. Ég fer aftur eftir viku og klára púðann. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sussussuss, þið saumakonurnar í þessari fjölskyldu.

Ég ætti kannski að kynna Sigga fyrir saumavél, hann hlýtur að hafa þessi gen líka, er það ekki? Hugsaðu þér hvað það væri nú hentugt þegar hann fer að gera sjálfur við gallabuxurnar sínar. Þá fer kannski að verða pláss í þvottahúsinu þar sem bilaðar buxur safnast upp, því ég er ekki með þessi gen. Enda innflutt í fjölskylduna.

Knús á línuna

Ásdís (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:46

2 identicon

Til hamingju með nýja " hobbýið " þá veit maður hver jólagjöfin verður í ár........

Allt í besta lagi hjá okkur á Ísó kveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:29

3 identicon

Nema hvað !!! Auðvita ertu frábær í öllum saumaskap .

Bestu kveðjur frá okkur í Góuholtinu.

Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:36

4 identicon

Já ég tek undir með Hörpu, auðvitað ertu frábær í öllum saumaskap :)

Enda veit hún frænka þín það vel því þegar ég ætlaði að fara að stytta ermarnar á fermingarkápunni (-frakkanum) hennar þá spurði hún hvort við ættum ekki frekar að biðja Dísu frænku að gera það !!  Hún treystir þér sko betur í svona verk

Sjáumst í næstu viku og þá verð ég búin að stytta ermarnar ;)

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:40

5 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Kæru konur, gaman að fá þessi komment, Hildur veit hver er best  en Ásdís mín hugmyndin um að kynna Sigga fyrir saumavél er afbragð,  hann gæti þetta svo vel, fyrst væru það buxurnar og svo endaði þetta í sérhönnuðum ballkjól á frúna

En ég læt ykkur vita eftir viku hvernig gengur, nú er ég að burðast við að sauma í kringum blómin í höndum og eitthvað svona dútl.... og Ebbu finnst það grútleiðinlegt....

Herdís Alberta Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband