7.4.2008 | 15:07
Eftir helgar rapport
Að mestu leyti góð helgi, sól og gott veður og vor í lofti. Veigar fór í keppnisferð til Reykjavíkur og lenti í árekstri á svellinu og laskaðist á hendi, er í gifsi núna, ástandið verður endurmetið í vikulokin. Hann er allvega búinn að sjá bráðamóttökuna á Landspítalanum En það var sem sagt einhver spurning um hvort það væri sprunga í beini eða ekki. Á meðan berum við Jonni út Fréttablaðið og vöknum snemma....... Jonni græðir á óheppni bróður síns og safnar peningum fyrir Danmerkurferð sumarsins. Mér skilst að þá eigi að kaupa eitt og annað, aðallega Lego.
Athugasemdir
Hvað er að vita, aumingja Veigar. Vonandi er þetta nú ekki alvarleg
En Danmerkurferð hvað ha??? Er búið að plana fjölskylduferð??
Hvenær, hvar, hverjir og allt.
Knús úr Kisukoti,
Ásdís (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:49
Veigar fór aftur í dag og allt lítur vel út, en já í júní ætlar öll heila familían til Danmerkur í 2 vikur, búið að leigja sumarhús og bíl og nú á bara að njóta lífsins.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:18
Ohhh, ég bara abbbbóó.
En hvað það verður gaman hjá ykkur.
Helgar-knús á línuna
Ásdís (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.