Afmæli Ebbu

Á sunnudaginn varð Ebba Þórunn 1. árs. Það var að sjálfsögðu bakað í tilefni dagsins og litla stelpan fékk margar góðar gjafir, við þökkum kærlega fyrir okkur.afmæli Nú eru líka komnar inn nokkrar myndir úr páskafríinu, þær eru í albúmi hér til hliðar. Annars eru allir bara glaðir hjá okkur, lífið komið í fastar skorður eftir fríið og Ebba er að verða góð í handleggnum. Við fylgjumst svo með líðan Dísu ömmu í gegnum mömmu en væntanlega á gamla konan ekki mjög langt eftir, en hún fær góða umönnum á sjúkrahúsinu á Ísafirði og auðvitað er mamma hjá henni og sinnir henni vel nú sem endranær. 99 ár er langur tími og komið að leiðarlokum eftir mörg góð ár við góða heilsu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið hennar stubbu litlu,  hún er sko heppin að eiga svona stóra bræður til að hjálpa sér að blása á afmæliskertin

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:16

2 identicon

Æjjj, hvað þau eru sæt, börnin þín.
Knús á þau öll og ykkur gömlu líka

Ásdís (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:30

3 identicon

Til hamingju með afmælið nafna, ég verð eins árs 6. júní! Þá eigum við Atli frændi og Bubbi Morteins afmæli. Þú ert svo stór og flott stelpa. Við verðum nú að hittast og prakkarast dálítið hehe! Hefur þú nokkuð heyrt minnst á ættarmót? Alveg kominn tími á það fyrst við erum komnar í ættina :) Bestu kveðjur norður frá Hveragerði.

Þórunn Björk (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 02:20

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Já litla frænka í Hveragerði, það væri svo sannarlega gaman að hitta þig og þið frænkur gætuð brallað eitthvað saman. Ég hef ekki heyrt talað um ættarmót en það er kannski komin tími á það aftur...

Herdís Alberta Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband