Páskar II

Víkur nú sögunni til Ísafjarðar. Við Ebba vorum hjá mömmu fram á miðvikudag þegar Nonni og Veigar mættu á svæðið... Jonni var að sjálfsögðu hjá Ragnari og þurfti lítið að hitta mömmu sína. Nú svona klukkustund eftir að þeir feðgar mættu í bæinn hafði Veigari tekist að detta í sjóinn, hann var um borð í Áróru og var sendur upp á bryggju, hann kom kaldur og sár heim til ömmu sinnar og mér leist nú ekki vel á handlegginn á honum sem bólgnaði upp og strákur kvartaði stórum. Veigar er hins vegar vanur maður og fann sjálfur að hann væri ekki brotinn, sagðist ekki þurfa lækni, þetta væri vont en það myndi batna. OK mamman sættist á það. Skírdagur gekk vel fyrir sig, falleg ferming hjá Björk og frábær veisla í Edinborgarhúsinu á eftir. Ekkert kom uppá nema Jonni og Dagrún læstust inni á efri hæðinni á bak við hlið og þurftu að klifra yfir. Föstudagurinn langi rann upp og ég fór á dalinn með börnin, allir skemmtu sér vel, pabbinn var í Áróru með Búbba svo allir fengu eitthvað við sitt hæfi. Undir kvöldmat voru allir að gera sig til fyrir matarboð hjá Hörpu og Gumma og prílar ekki litla Ebba þá upp í neðsta þrepið í stiganum á Góustöðum og dettur. Við enduðum á sjúkrahúsinu með hana og væntanlega hefur hún skekkst í olnbogaliðnum, því var reddað en Ebba var ekki alveg sátt samt. Fann greinilega ennþá til og svaf illa. Veigar á svo góðar frænkur sem tóku hann með á Aldrei fór ég suður, og hann var okkar fulltrúi þar þetta kvöld. Laugardagur rann upp og Jonni komin með uppköst og niðurgang...... hmmmm..... en er hraustur og hresstist þegar á leið daginn, en ekki Ebba, hún notar hægri hendina til þess að skríða og gat ekki beitt henni þarna, við höfum langa reynslu að börnum (strákum) sem fara úr liði í olnboga og þeir voru alltaf eins og nýir stax og kippt hafði verið í liðinn svo við fórum aftur á FSÍ og núna voru settar á stúlkuna umbúðir og við boðuð daginn eftir til að hitta yfirlæknin. Það varð svo niðurstaðan að hún hefði marist illa og gefa þyrfti þessu tíma. Litla stýrið hefur látið halda á sér að mestu þessa dagana, er hvekkt og vill ekki fara á gólfið enda ennþá vont að bera fyrir sig hendina. Svo kom nú stórt mar í ljós á kollinum líka.

Við Nonni náðum að sjá Eyvöru og Karlakórinn á Aldrei fór ég suður, hitta fólkið okkar og hafa það ágætt svona miðað við..... það var gott að vera á Góustöðum og fjörðurinn skartaði sínu fegursta flesta dagana, en heldur voru allir glaðir þegar við komum heim á mánudaginn, það er bara alltaf best að vera heima þegar fólk er ekki alveg hresst. Mamman var til dæmis ekki búin að sofa vel í nokkrar nætur og var orðin skapstygg og þreytt. En síðan hafa allir sofið í sínu rúmi, líka ungfrú Ebba og þá hvílast allir betur.

Ömmurnar mínar elskulegar eru svo kafli út af fyrir sig, Alla amma á sjúkrahúsi á Selfossi, gamla  Langa, kom heim á miðvikudaginn fyrir páska en fór aftur á sjúkrahúsið á Ísafirði á laugardaginn og verður væntanlega þar. Hinar eru hressar og eiginlega ótrúlegar miðað við aldur og allt, rosalega var gaman að hitta þær allar og afana mína líka í þessari ferð. Þetta er ótrúlegt ríkidæmi hjá konu um fertugt að eiga ennþá þetta góða fólk að, á lífi. Ég vona að ég geti átt rólegt kvöld með vinum mínum í ellinni  Tounge   ég treysti á að þau verði þarna ennþá, gefist ekki upp á mér og mínum.... nei segi bara svona....Allavega allir saman, takk fyrir mig og mína, það er alltaf gott að koma "heim" það verður vonandi betra ástand á fjölskyldunni næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk æðislega fyrir mig og alla hjálpina ;D
Það var gaman að hafa ykkur.

Vonandi eigið þið æðislegan dag á morgun, þegar hún Ebba ló verður árs gömul ;o)

Björk (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:13

2 identicon

Halló allir saman, og innilegar hamingjuóskir með afmælið í gær Ebba sætasta.
Þið hafði greinilega átt eftirminnilega daga frá því við kvöddumst síðast.

Hér er allt í norminu, loksins orðin heil heilsu, alla vega svona eins og ég get orðið, verð vonandi alltaf jafn biluð, hahhahhahah

 Sjáumst vonandi sem fyrst, kysstu Ebbu og strákana alla fyrir mig. Og svo auðvitað sætu kelluna sem þú sérð næst þegar þú kíkir í spegil.

Ásdís (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:09

3 identicon

Til hamingju með fyrsta prinsessuafmælisdaginn!!

knús á línuna,

 Anna sys.

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Takk stelpur, það er bara gott að vera hæfilega gaga Ásdís, annars verður allt svo leiðinlegt, ég kann allavega ekkert annað en vera pínu galin.......

Herdís Alberta Jónsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband