26.3.2008 | 12:53
Páskar I
Nú er ferðalagið á enda. Það byrjaði með því að við fórum fljúgandi suður, ég, Ebba og Jonni. Anna sótti okkur á flugvöllinn og leiðin lá beina leið í Toys´r´us, Jonni var glaður með það. Við brunuðum svo í Þykkvabæinn og gistum hjá Dagrúnu í góðu yfirlæti. Takk fyrir það Dagrún það var virkilega gott að vera í Oddsparti. Jarðarförin hans Jónasar afa fór vel fram í litlu fallegu kirkjunni og landið skartaði sínu fegursta. Eftir erfidrykkuna fórum við aftur í Þykkvabæinn og á sunnudeginum keyrðum við með mömmu og Didda aftur til Reykjavíkur með viðkomu í Eden en þangað hef ég ekki komið síðan ég var lítil. Það var bara flott, ís og fínerí. Ég fór svo vestur með mömmu, við gistum eina nótt í Borgarfirði og vorum komin til Ísafjarðar um miðjan dag á mánudag. Ferðin gekk framar vonum, Ebba var að mestu leyti glöð í bílnum svo greinilega er hún að sættast við þennan ferðamáta.
Allt gekk stórslysalaust fyrir sig í þessum helming ferðarinnar, Jonni fékk smá áverka þegar hann reyndi að "renna" sér upp rennibraut með klaka í á Laugalandi en það lagaðist fljótt. Framhaldið kemur seinna í dag, þarf að fara á fund núna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.