13.3.2008 | 15:31
Stress
Vandamál fólks eru misjöfn, mitt er valkvíði fyrir framan fataskápinn þegar velja þarf hvað á að fara með í ferðalagið og hvað getur vel orðið eftir heima. Nonni er með lausn.... eiga minna af fötum og skóm... það þarf varla að ræða það, en þetta er ekki lausn að mínu skapi. Þá er að finna út hvað þarf að fara með til Reykjavíkur og hvað má fara í bílnum vestur..... Það er eins og maður sé að flytja þegar maður ferðast með smábarn. Og svo hefur nú viljað brenna við að mamman þurfi dálítið mikinn farangur líka.... en smá stund án hjálpar Ebbu og þá er þetta komið. Ég hlakka til að hitta fólkið mitt um helgina, þó tilefnið sé ekki gleðilegt þá er alltaf gott að fá smá tíma með fjölskyldunni, sérstaklega frændfólki mínu á Suðurlandi sem ég sé sjaldan. Kannski Anna systir sé til í að drekka með mér smááá rauðvín???? Tek það með til öryggis.
Óska ykkur öllum góðrar helgar.
Athugasemdir
Ójú stóra systir, þú getur treyst á mig í "berjasaftar"-drykkju! Fer nú ekki að svíkja þig með það
En aldrei slíku vant þá er ég sammála Nonna í fatamálunum, ég á bara ekki nógu mikið af fötum til þess að geta lent í sömu vandræðum og þú
Hlakka til að sjá ykkur og hlakka til að fara með Jonna í Toys'R Us
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.