11.3.2008 | 13:30
Erill dagsins
Jónas afi á Brekkum varð bráðkvaddur fyrir helgi og amma liggur mikið veik. Það er víst það eina sem við vitum fyrir víst í lífinu að við munum á endanum andast en samt hélt ég að Jónas afi væri ekki næstur. Jarðarförin verður á laugardaginn og ég fer með Ebbu og Jonna með mér suður og keyri síðan vestur með mömmu. Stóru strákarnir koma vestur seinna og við eyðum páskunum í "faðmi fjallra blárra", förum að horfa á Megas, í fermingu og fleira skemmtilegt.
Um síðustu helgi fórum við í Hrísey og slöppuðum af í frábæru veðri. Ebba datt á borðhorn og náði sér í fyrsta almennilega glóðaraugað, ekki það síðasta ef hún er lík bræðrum sínum. Það er nú frekar leiðinlegt að horfa á litla krílið með blátt auga, sem er reyndar að verða fjólublátt og grænt núna en svona gerast slysin. Við sjáum svo til hvenær ég kemst til þess að blogga næst. Læt inn myndir af Ebbu með "augað".
Athugasemdir
hlökkum til að fá ykkur til Ísó , kannski getur Ragnar sýnt Jonna Dótakassann hér, spurning hvort hann sé eins og á Akureyri.
Sólveig (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.