26.2.2008 | 13:42
Byrjað aftur
Nú er helgin liðin og rúmlega það...... nú er bara að bretta upp ermarnar og byrja aftur að blogga. Það er helst í fréttum að ég er að kljást við Glitni banka um peninga barnanna minna... löng saga sem ég set kannski inn seinna... mér datt helst í huga að ef málin ganga ekki fljótt og vel fyrir sig hjá þeim ágæta banka þá væri lag að hafa samband við Þorstein Hjaltason lögfræðing hann þekkir vinnubrögðin hjá Glitni.....
Af fjölskyldunni er það helst að frétta að það er allt gott að frétta, Ebba blómstrar og er dekruð út í eitt af öllum, strákarnir eru bestir.... ég var í skólanum þeirra í morgun og það var ekkert út á þá að setja nema Jonni gleymir dálítið oft leikfimisfötum.... æi elsku kallinn minn er nú mest í eigin heimi og þar er greinilega engin skólaleikfimi... Öll önnur fög voru í topplagi.
Mál siglingaklúbbsins eru líka ofarlega á listanum þessa dagana, okkur vantar bryggjur fyrir bátana okkar, bæði klúbbbáta og prívatbáta, við Pollinn en það er merkileg stefna sem hefur verið síðustu 20 ár á Akureyri að loka sem mest á allt aðgengi að Pollinum, gamlar bryggjur hverfa og ekkert kemur í staðinn, fjörur eru allar farnar, fínir hlaðnir grjótkantar komnir í staðinn og mjög erfitt að komast að Pollinum, á maður sem sagt bara að horfa á sjóinn????? Hvað myndu fótboltamenn segja ef það væri girt svo vel í kringum gervigrasvellina en þeir gætu bara horft á þá en ekki spilað á þeim???
Hlakka til að fara til Ísafjarðar um Páskana
kveðja Dísa
Athugasemdir
Velkomin aftur í bloggheima stóra sys, hlakka til að fylgjast með þér og þínum hérna.
Ég er alveg sammála þessu með pollinn, merkilegt að það skuli vera stefna Akureyrarbæjar að hamla aðgengi að honum, það er einmitt svo líflegt og skemmtilegt fyrir bæjarlífið að hafa líf úti á pollinum, skútur, seglbretti, fólk á sjóskíðum og fleira!
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.