Skóli hjá öllum

Ég er að burðast við að taka tvö fög í HA þessa önnina, ferlega skemmtileg en mikil vinna. Þetta eru 12 einingar (24 ects) og verkefnaskil út í eitt. Nú eru tvö þau stærstu eftir sitt í hvoru fagi og gilda 40% af lokaeinkunn hvort. Hugurinn minn er hins vegar á fullu í einhverju skapandi starfi þessa dagana, ég fæ góða hugmynd á hverjum degi um eitthvað að sauma, vefa eða eitthvað annað skemmtilegt. Nú þarf ég að hætta því og hafa mig í að skrifa þessar ritgerðir, koma þeim frá og hefjast svo handa við hitt...... ég er svo að hugsa um að vera bara í einu fagi eftir áramót. Ástandið er sem sagt svoleiðis á heimilinu núna að við erum á öllum skólastigum, leik-, grunn- og framhaldsskóla og mamman í háskóla, Nonni er sá eini sem vinnur vinnuna sína og menntast án aðstoðar, Tounge En ég er bara svo ánægð með skóla krakkanna, alla saman, þeim líður öllum vel í sínum skólum og starfsfólkið upp til hópa frábært.

Blogga næst þegar ég er búin að vera dugleg....Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband