Veturinn er handann við hornið

Nú er þessi góða vika að baki, á fimmtudaginn var opnum Möguleikamiðstöð fyrir fólk í atvinnuleit í Rósenborg (gamla barnaskólanum) og við erum óðum að búa til dagskrá fyrir næstu vikur. Þetta er skemmtilegt verkefni og allir rosalega jákvæðir og taka mér vel þar sem ég kem og óska eftir samstarfi.

Við Jonni fórum svo í morgun í kulda og vindi og tókum upp kartöflur og restina af salatinu úr garðinum. Við eigum eftir að fara aftur og taka upp restinu af kartöflunum og svolítið af káli og gulrætum. Ebba er ekki alveg hress og hafði bara ekki orku í að vera lengur í garðinum í morgun. Ég á svo að vera að gera verkefni fyrir skólann um sérkennslumál núna en er bara aðeins að líta upp frá því og blogga smávegis, þá verður andinn komin yfir mig og létt verk að halda áfram. Nonni og krakkarnir ætluðu að baka pönnsur og eitthvað svona næs á þessum kalda en fallega degi.

Við erum sem sagt bara hress hérna í kotinu, fyrir utan smá kvef og svona haustslen. Jonni kominn á fullt í skátunum, skólanum og á básúnuna. Veigar voða hrifinn af MA og er að keppa í Hokký á eftir, Ebba "dúleg" í leikskólanum og við gömlu bara góð........reynum það allavega. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh, mig langaði bara að kúra í sófanum hjá ykkur þegar ég las þetta hjá þér. Já, það var bara eins og ég lægi í sófanum og horfði á ykkur í öllu ykkar stússi. Þú ert góður penni Dísa mín. Bestu kveðjur norður héðan að sunnan.

ps. fréttist eitthvað frá snillingnum í Hrísey?

Ásdís (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:32

2 identicon

Bara stórt knús frá okkur hér í DK, gott að sjá að lífið hjá ykkur er svipað og okkar, smá kvef og  nóg að gera við hitt og þetta.

            Hilsen Árni, Gulla og krakkaskarinn.

Gulla og fam í Danmörku. (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband